Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

31. fundur 02. febrúar 2023 kl. 13:00 - 16:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að tvö ný mál yrðu tekin inn á fundinn og var það samþykkt samhljóða. Málin eru númer 2 og 11.

1.Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 202106106Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður könnunar sem gerð var af Austurbrú í sumar meðal íbúa á Úthéraði um viðhorf þeirra til ýmissa þjónustuþátta og tækifæri á svæðinu, einnig niðurstöður íbúaþings sem haldið var á Brúarási 27. ágúst í sumar og þá liggur fyrir kynning verkefnahóps Úthéraðsverkefnis á könnuninni og íbúaþinginu sem og tillögur verkefnahópsins.
Málið var síðast á dagskrá heimastjórnar 8.12. 2022.

Á fundi byggðaráðs 17.1. 2023 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og fagnar þeirri vinnu er unnin hefur verið af verkefnahópi um eflingu byggða á Úthéraði. Byggðaráð styður þær tillögur er hópurinn leggur fram að því gefnu að árlegur styrkur sveitarfélagsins, sem þar er gert ráð fyrir, rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Á fundinn undir þessum lið mættu Davíð Þór Sigurðarson og María Guðbjörg Guðmundsdóttir fulltrúar verkefnahóps Úthéraðsverkefnsins.

Fram kom á fundinum að verkefnahópur um Úthéraðsverkefni mun leggja fram kostnaðar- og verkáætlun á næstu vikum fyrir byggðaráð ásamt drögum að samkomulagi um verkefnið. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs áréttar stuðning sinn við að verkefnið verði að veruleika.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Landbótasjóður 2023

Málsnúmer 202302005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Landbótasjóðs Norður Héraðs frá 31.1. 2023, aðalfundur. Einnig liggur fyrir ársreikningur Landbótasjóðs fyrir 2022.

Formaður stjórnar Landbótasjóðsins, Þorvaldur Hjarðar, mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir starfsemi sjóðsins og framtíðaráformum um hann.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi, breyting á rekstrarleyfi Flúðir, 701 Egilsstaðir

Málsnúmer 202301042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Þórunni Gróu Friðjónsdóttur, dagsett 5.1. 2023, um breytingu á leyfi gististaðar í flokki II - H frístundahús, að Flúðum, 701 Egilsstöðum.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum Austurlands.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Heimastjórn bendir á að vinnueftirlitið og lögreglan skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal, erindi

Málsnúmer 202210205Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi til sveitarstjórnar, frá Agnari Eiríkssyni, þar sem lagt er til að sú brú sem notuð hefur verið frá 1957 yfir Gilsá í Skriðdal fái áfram að standa en verði ekki rifin.
Einnig liggur fyrir álit Minjastofnunar og minnispunktar.
Málið var tekið fyrir í heimastjórn 5.1. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við sveitarstjórn að taka málið upp við Vegagerðina, m.a. á grundvelli álits Minjastofnunar sem 'tekur undir þá hugmynd að leyfa brúnni frá 1957 að standa sé þess kostur. Þar með er brúarsögu svæðisins haldið lifandi og ýmsir möguleikar þar með fyrir hendi til kynningar á henni til fræðslu og gamans'. Heimastjórn tekur undir álit Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skólaakstur

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18.1. 2023, frá Jóni Björgvin Vernharðssyni, um snjómokstur og skólaakstur á Austurdal.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs áréttar mikilvægi þess að fundin verði viðunandi lausn til að lágmarka fjarveru barna frá skólaveru, vegna takmarkaðrar vetrarþjónustu. Heimastjórn vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdasviðs til úrlausnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalskipulagsbreyting, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um umsögn heimastjórnar við vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna frístundabyggðar við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna frístundabyggðar við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um umsögn heimastjórnar við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna frístundabyggðar við Eiða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna frístundabyggðar við Eiða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, miðbær

Málsnúmer 202301174Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um umsögn heimastjórnar við vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna miðbæjarsvæðis á Egilsstöðum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna miðbæjarsvæðis á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ósk um umsögn, Umhverfismatsskýrsla, Efnistaka úr Litlabakkanámu

Málsnúmer 202301104Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett 11. janúar 2023, við umhverfismatsskýrslu vegna áframahaldandi og aukinnar efnistöku úr Litlabakkanámu. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn heimastjórnar til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Opinn fundur heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202203168Vakta málsnúmer

Til umræðu voru opnir fundir heimastjórnar sem fyrirhugaðir eru í vor.

11.Sameining Skógræktar og Landgræðslu

Málsnúmer 202302013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf, dagsett 1. febrúar 2023, frá stjórn Félags skógarbænda á Austurlandi, þar sem lýst er áhyggjum með fyrirhugaða sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir áhyggjur stjórnar Félags skógarbænda á Austurlandi og beinir því til sveitarstjórnar að leggja áherslu á að höfuðstöðvar og stjórn skógræktar verði áfram á Austurlandi. Þannig má nýta tækifæri með sameiningu stofnana til að efla skógrækt sem atvinnugrein. Lögð er áhersla á að starfsstöð forstöðumanns nýrrar stofnunar verði á Héraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?