Fara í efni

Strandveiðar 2023

Málsnúmer 202302023

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 32. fundur - 03.02.2023

Fyrir liggur frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða). Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. febrúar.

Heimastjórn telur að besta fyrirkomulag strandveiða væri að tryggja 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er framkomin hugmynd bæting á núverandi kerfi fyrir C-svæði/Norðausturland.

Heimastjórn vísar því til sveitarstjórnar Múlaþings að sveitarfélagið skili inn umsögn og taki þar tillit til fyrri bókana heimastjórna.

Samþykkt samhljóða án athugasemda.

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.02.2023, varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða).

Við upphaf 12.dagskrárliðar vakti sveitarstjórnarfulltrúi Helgi Hlynur Ásgrímsson athygli á mögulegu vanhæfi sínu.

Til máls tóku vegna mögulegrar vanhæfis Helga Hlyns: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson og Vilhjálmur Jónsson.

Forseti lagði vanhæfistillöguna fram og var hún felld með 9 atkvæðum, einn sat hjá (ÁMS) og einn með vanhæfi (HHÁ)


Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgafjarðar varðandi það að besta fyrirkomulag strandveiða væri að tryggja 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er framkomin hugmynd skárri kostur en núverandi kerfi fyrir C-svæði/Norðausturland. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila inn umsögn við fyrirliggjandi frumvarp um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða þar sem tillit verði m.a. tekið til fyrri bókana heimastjórna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 35. fundur - 09.03.2023

Fyrir fundinum liggja bókanir heimastjórnar á Borgarfirði dags. 3.2.2023 og sveitarstjórnar Múlaþings dags. 8.2.2023 um fyrirkomulag strandveiða.

Heimastjórn á Djúpavogi tekur heils hugar undir bókanir heimastjórnar á Borgarfirði og sveitarstjórnar Múlaþings varðandi mikilvægi strandveiða og tekur undir þá kröfu að tryggja beri 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er fyrirliggjandi frumvarp um svæðaskiptingu strandveiða skárri kostur en núverandi kerfi fyrir C-svæði/Norðausturland.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 37. fundur - 06.07.2023

Álfheiður Eymarsdóttir fulltrúi strandveiðifélags Íslands kom á fund heimastjórnar undir þessum lið. Heimastjórn þakkar henni kærlega komuna.

Heimastjórn Borgarfjarðar skorar á matvælaráðherra að auka aflaheimildir til strandveiða á yfirstandandi vertíð. Nú stefnir í að veiðar verði stöðvaðar þegar tímabilið er rétt hálfnað og fiskur nýgenginn á C-svæði (Norðausturland).

Stöðvun veiðanna á miðju sumri hefur gríðarlega neikvæð áhrif á atvinnulíf á Borgarfirði þar sem fiskvinnsla og önnur umsýsla um fisk snýst að mestu um strandveiðiafla á þessum árstíma. Ítrekuð stöðvun strandveiða eykur líkur á að menn hugi að flutningi milli svæða sem mun kippa fótunum undan útgerð á Borgarfirði og annars staðar á C-svæði.

Meðan 48 dagar til veiða eru ekki tryggðir innan kerfisins verður að bregðast við í viðleitni til að bjarga smábátaútgerð á C ? svæði strandveiða t.d. með því að svæðisskipta kvótanum eða auka aflaheimildir.

Heimastjórn Borgarfjarðar vísar málinu til byggðaráðs Múlaþings og skorar á ráðið að gera áskorun heimastjórnar að sinni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Álfheiður Eymarsdóttir - mæting: 16:30

Byggðaráð Múlaþings - 90. fundur - 11.07.2023

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Borgarfjarðar, dags. 06.07.2023, varðandi strandveiðar 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar og beinir því til matvælaráðherra að auka aflaheimildir strandveiða á yfirstandandi vertíð. Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri við ráðherra auk bókunar heimastjórnar Borgarfjarðar varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?