Fara í efni

Samráðsgátt. Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kynntar í samráðsgátt

Málsnúmer 202303086

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 79. fundur - 21.03.2023

Fyrir liggja í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjós sveitarfélaga er miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins auk þess að umgjörð sjóðsins endurspegli og fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 80. fundur - 28.03.2023

Fyrir liggja í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins auk þess að umgjörð sjóðsins endurspegli og fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga að bókun lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að unnið sé að bætingu gæða jöfnunar, einföldun útreikninga og skipulags sem og að Jöfnunarsjóðnum skuli ætlað að fylgja þróun sveitarfélagagerðarinnar. Byggðaráð Múlaþings styður þær áherslur er fram koma í drögum að skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að koma bókun byggðaráðs á framfæri í samráðsgátt stjórnvalda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?