Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt 80ha, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202303195

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 82. fundur - 17.04.2023

Undir þessum lið vakti Björgvin Steinar Pétursson athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi. Björgvin vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Sylvía Ösp Jónsdóttir kom inn í hans stað.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Yggdrasill Carbon ehf. vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Davíðsstaða. Sótt er um leyfi til ræktunar á 80 ha skógi á landi sem í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gildandi deiliskipulagi frá árinu 2021 er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð lítur svo á að þrátt fyrir að í gögnum umsækjanda sé vísað til tveggja svæða, annars vegar skógrækt á 50 ha og hins vegar 80 ha svæði, að þá falli minna svæðið undir ákvæði gildandi deiliskipulags og hér sé tekin afstaða til skógræktar á 80 ha svæði til viðbótar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð telur ekki ástæðu til að grenndarkynna fyrirhuguð áform á þeirri forsendu að svæðið er deiliskipulagt. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Brunavörnum á Austurlandi.

Málið verður tekið fyrir að nýju þegar umsagnir liggja fyrir.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 á móti (ÁMS).

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Undir þessum lið vakti Björgvin Stefán Pétursson athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi. Björgvin vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Guðný Margrét Hjaltadóttir sat fundinn í hans stað.

Tekin er fyrir að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 80 ha. í landi Davíðsstaða. Umsagnir ásamt viðbrögðum málsaðila liggja fyrir auk uppfærðrar ræktunaráætlunar dags. 31. maí 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 (ÁHB, ÁMS og HSÞ) á móti.

Fulltrúar L, V og M lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við teljum nokkuð ljóst að skv. Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og deiliskipulagi Davíðsstaða sé eingöngu gert ráð fyrir skógrækt á 50 ha. svæði á jörðinni.
Í skipulagsreglugerð 90/2013, gr. 2.7. segir: „Landgræðslu- og skógræktaráætlanir skulu vera í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir“.
Það vekur því furðu okkar að ætlunin sé að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir 80 ha til viðbótar við þá 50 ha sem kveðið er á um í gildandi skipulagsáætlunum svæðisins. Með því er gengið gegn skipulagsreglugerð og málið afgreitt þvert á álit lögfræðinga Skipulagsstofnunar og Múlaþings sem þó var óskað eftir ráðleggingum frá á fyrri stigum málsins.
Þó skógrækt til kolefnisbindingar sé án efa öflugt vopn gegn loftslagsvánni og framlögð gögn YGG, s.s. skógræktaráætlunin á Davíðsstöðum, séu til fyrirmyndar teljum við ekki rétt að pólitískir fulltrúar taki sér það vald að ganga gegn lögum og reglugerðum sem þeim ber að vinna eftir.
Getum við bætt efni þessarar síðu?