Fara í efni

Skógardagurinn mikli 2023, styrkbeiðni

Málsnúmer 202303214

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 81. fundur - 18.04.2023

Fyrir liggur styrkumsókn til langtíma vegna Skógardagsins mikla í Hallormsstaðaskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar fyrirliggjandi styrkumsókn vegna Skógardagsins mikla í Hallormsstaðaskógi til atvinnu- og menningarmálastjóra til umfjöllunar. Málið verður tekið til afgreiðslu er yfirferð atvinnu- og menningarmálastjóra liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 84. fundur - 16.05.2023

Fyrir liggur tillaga frá atvinnu- og menningarmálastjóra og verkefnastjóra menningarmála varðandi afgreiðslu á styrkumsókn vegna Skógardagsins mikla í Hallormsstaðaskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að veittur verði styrkur upp á kr. 500.000,- af lið 05719 vegna Skógardagsins mikla á þessu ári. Varðandi mögulega styrkveitingu á árinu 2024 og langtímasamnings vísar byggðaráð ákvörðun varðandi það til vinnslu við og afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og 2025-2027. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin afgreiðsla málsins.

Samþykkt án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?