Fara í efni

Tillögur að frístundaþjónustu í Múlaþingi

Málsnúmer 202303224

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 67. fundur - 04.04.2023

Fyrir liggja drög að kostnaðaráætlun á frístundaþjónustu í Múlaþingi.

Fjölskylduráð felur sviðstjórum að koma með tillögu að áætlun um hversu hratt er hægt að innleiða þessar breytingar og áhersla yrði á að bæta lögbundna þjónustu. Að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fjölskylduráð Múlaþings - 76. fundur - 26.06.2023

Fjölskylduráð samþykkir að farið verði af stað með heilsárs frístundaþjónustu fyrir fötluð börn í Múlaþingi frá og með næsta skólaári, eða eins fljótt og verða má, og að þjónustan heyri undir fjölskyldusvið, íþrótta- og æskulýðsstjóra.

Fjölskylduráð felur starfsfólki ráðsins að vinna drög að reglum og gjaldskrá fyrir frístundaþjónustu og leggja fyrir ráðið svo fljótt sem verða má. Húsnæði grunnskóla og félagsmiðstöðva verði nýtt undir starfsemina eins og hægt er.

Ráðið samþykkir einnig viðauka í fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna íþrótta- og æskulýðsmála, vegna frístundaþjónustu fatlaðra barna í Múlaþingi, samtals kr. 10.376.000 sem inniber 1 stöðugildi tómstunda- og félagsmálafræðings og 2,5 stöðugildi frístundaleiðbeinanda og annan kostnað í 4,5 mánuði. Fjölskylduráð samþykkir einnig að fjárhagsrammi Íþrótta- og æskulýðsmála verður hækkaður um kr. 34.995.000 vegna fjárhagsáætlunar ársins 2024. Sem inniber 1 stöðugildi tómstunda- og félagsmálafræðings, 2,5 stöðugildi frístundaleiðbeinanda og annan kostnað.

Fjölskylduráð samþykkir einnig að 2 stöðugildi hjá félagsþjónustu vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna verði tekið út úr fjárhagsramma fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 89. fundur - 04.07.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 26.06.2023, varðandi tillögur að frístundaþjónustu í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að við endanlega útfærslu fjárhagsáætlunar í haust, þar sem áherslur varðandi rekstur verða lagaðar að fyrirliggjandi samþykktum fjárhagsramma vegna ársins 2024, útfæri fjölskylduráð hvernig staðið verði að aðlögun tillagna varðandi frístundaþjónustu í Múlaþingi. Hvað varðar tillögu fjölskylduráðs um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 er henni vísað til fjármálastjóra til skoðunar og verður tekin afstaða til hennar er niðurstaða fjármálastjóra liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 85. fundur - 31.10.2023

Starfsmenn fjölskyldusviðs hafa lagt fram nýjar tillögur er varða lengda viðveru fyrir börn með fötlun. Tillögurnar fela í sér 13 milljóna króna viðauka við fjárhagsramma ársins 2024. Fjölskylduráð samþykkir framlagðar tillögur og vísar málinu til fullnaðar afgreiðslu hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 99. fundur - 26.03.2024

Þóra Björnsdóttir, verkefnastjóri frístunda og forvarna kynnti drög að frístundastarfi fatlaðra barna fyrir sumarið 2024.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?