Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

39. fundur 11. október 2023 kl. 14:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Deiliskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304037Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá skipulagstillaga á deiliskipulagi vegna varnarkeila norðan Öldugarðs.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

2.Staða verkefna á Seyðisfirði á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202303236Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda og umhverfismálastjóri, fór yfir stöðu verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði og gerði grein fyrir áherslum við gerð framkvæmda- og fjárfestingaráætlunar.

Heimastjórn þakkar fyrir greinargóða og upplýsandi yfirferð.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 14:30

3.Götulýsingar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202309177Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá innsent erindi frá Snorra Emilssyni dags. 25.09.2023 varðandi ófullnægjandi götulýsingar á Seyðisfirði.

Heimastjórn þakkar Snorra fyrir erindið og tekur undir að lýsingu sé ábótavant víða í bænum. Allar ábendingar þar sem úrbóta er þörf eru vel þegnar hjá umhverfis- og framkvæmdasviði. Best er að snúa sér til þjónustumiðstöðvarinnar á Seyðisfirði með slíkar ábendingar. Því miður gerir fjárhagsáætlun ekki ráð fyrir því að farið verði í að uppfæra götulýsingar heildrænt en miðað er við að skipta út kúplum jafnt og þétt og eftir þörfum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 15:00

4.Lýsing í íþróttahúsinu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310007Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá innsent erindi frá Gunnari Sverrissyni dags. 29.09.2023 varðandi lýsingar í og við íþróttahúsið á Seyðisfirði.

Heimastjórn þakkar Gunnari fyrir erindið og tekur undir að aðstæður varðandi lýsingar í íþróttahúsinu eru óboðlegar og fer fram á að peruskiptum verði sinnt á meðan verið er að vinna að framtíðarhönnun á lýsingu í húsinu. Heimastjórn hvetur viðeigandi aðila að hjálpast að við að koma þessu í framkvæmd. Heimastjórn hyggst skoða aðstæður í íþróttahúsinu á næstunni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 15:15

5.Stöðuleyfi, Stýrishús - Brú, Austurveg 17 Seyðisfirði

Málsnúmer 202107033Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur erindi frá byggingafulltrúa dags. 9.10.2023 að veita umsögn um landnotkun á svæði á milli Austurvegar 17b og 19c undir Stýrishús- brú.

Upphaflega var sótt um stöðuleyfi fyrir Stýrishús-brú til eins árs, sem síðan hefur verið framlengt vegna ytri aðstæðna. Síðastliðið vor var undirritað af landeiganda og málsaðila samkomulag þess efnis að starfsemin fari af lóðinni fyrir lok október 2023. Heimastjórn telur að stýrishúsið hafi verið vinsæll áfangastaður og auðgað menningarlíf staðarins en ljóst er að ekki var gert ráð fyrir að starfsemin yrði á þessum stað til margra ára. Heimastjórn hvetur því hlutaðeigandi aðila til að skoða aðrar staðsetningar sem ákjósanlegri væru fyrir mannvirki með rekstur af þessum toga.

Samþykkt samhljóða.

6.Fyrirhuguð lokun bolfiskvinnslu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202309098Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var fyrirhuguð lokun Síldarvinnslunnar hf. á bolfiskvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði og viðbrögð við erindi er sveitarstóri sendi inn fyrir hönd sveitarfélagsins til Síldarvinnslunnar þar sem óskað var eftir því að fyrirhuguð lokun yrði tekin til endurskoðunar. Fyrir fundinum lá einnig bókun frá byggðarráði dags. 26.09.2023 um að tilnefna fulltrúa heimastjórnar í samráðshóp um framtíð atvinnumála á Seyðisfirði.

Nú liggur fyrir að ákvörðun stjórnar Síldarvinnslunnar um að hætta alfarið bolfiskvinnslu á Seyðisfirði mun standa þrátt fyrir óskir og áskoranir sveitarfélagsins um að sú ákvörðun verði dregin tilbaka. Hins vegar hefur verið ákveðið að lengja starfstímann fram á vormánuði 2024 svo starfsfólki og sveitarfélaginu gefist aukið svigrúm til að takast á við svo alvarlegan forsendubrest í atvinnulífi Seyðisfjarðar.

Að beiðni byggðaráðs tilnefnir heimastjórn, Margréti Guðjónsdóttur, sem fulltrúa í samráðshópi sem hafi það verkefni að greina valkosti varðandi framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Auk fulltrúa heimastjórnar Seyðisfjarðar í hópnum verður fulltrúi Síldarvinnslunnar og fulltrúi Austurbrúar. Atvinnu- og menningarstjóri Múlaþings og sveitarstjóri starfa með hópnum.

Í kjölfar ákvörðunar um lokun bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar, þar sem 30 heilsárstörf á Seyðisfirði tapast, telur heimastjórn Seyðisfjarðar brýnt að í þeirri greiningu sem fyrirhuguð er á framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði verði áhersla á að laða að starfsemi sem skapað getur heilsársstörf. Til að svo megi verða þarf vinna hópsins að geta byggt á traustum og skýrum forsendum. Í því ljósi er m.a. mikilvægt að niðurstaða um framtíð fiskeldis í Seyðisfirði liggi fyrir og þeirri óvissu er um hana hefur ríkt undanfarin ár verði eytt.

Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur því eftirfarandi tillögu fyrir sveitarstjórn Múlaþings:

“Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að fara þess á leit við Matvælastofnun að afgreiðsla rekstarleyfisumsóknar vegna fyrirhugaðs laxeldis í Seyðisfirði verði sett í forgang."

Með þessari tillögu sem lögð er fram er ekki verið að taka afstöðu til fiskeldis eða einnar atvinnugreinar umfram aðra heldur eingöngu til að stuðla því að eyða óvissu og tryggja markvissara starf samráðshópsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Samtal við sveitarstjóra

Málsnúmer 202304180Vakta málsnúmer

Frestað.

8.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 202307020Vakta málsnúmer

Fyrir lá að tilnefna fulltrúa heimastjórnar Seyðisfjarðar á ársfund náttúruverndarnefnda 2023 sem átti að vera 12. október á Ísafirði. Vegna veðurs var tekin ákvörðun um að fresta fundi. Nýr fundardagur hefur ekki verið ákveðinn en horft er til vors 2024. Tilnefnt verður á fundinn þegar ný dagsetning hefur verið ákveðin.

Samþykkt samhljóða.

9.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Menningarstyrkir: Nýlega fór fram seinni úthlutun á menningarstyrkjum í Múlaþingi fyrir 2023. Verkefni á svæðinu sem hlutu styrk eru eftirfarandi: Monika Frycova, Live events in summer 2023 in KIOSK 108, Ráðhildur Ingadóttir, Innra eðli vatns, námskeið fyrir börn og fullorðna með það að markmiði að þróa og dýpka skilning á flæði vatns.

Samfélagsverkefni: Búið að setja upp útihreystitækin í lundinum við Gamla skóla/strandblaksvöllinn. Fólk hvatt til að koma við og prófa. Einnig hefur verið lagður göngustígur þvert yfir lundinn.


Hinsegin fræðsla á vegum Samtakanna 78 verður á Seyðisfirði miðvikudaginn 11. október kl. 20:00 í Herðubreið. Hvet foreldra/forráðafólk, ömmur og afa og aðra aðstandendur barna og ungmenna að mæta á þennan fræðsluviðburð. Markmið fræðslunnar er að stuðla að skilningi, draga úr fordómum og efla jákvæð samskipti.

Malbikunarframkvæmdir hafa gengið vel og m.a. er búið að malbika Vallargötu, Hlíðarveg og upp Suðurgötuna.

Íbúafundur sem fresta þurfti í október verður haldinn í byrjun nóvember. Nánari tímasetning auglýst þegar nær dregur.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?