Fara í efni

Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða), 861. mál.

Málsnúmer 202303249

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 34. fundur - 05.04.2023

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða), 861. mál.

Heimastjórn Borgarfjarðar telur að svæðaskipting aflaheimilda muni koma á meira jafnvægi milli landshluta í strandveiðikerfinu. Hins vegar er margt sem er óljóst þar sem ráðherra mun með reglugerð taka ýmsar ákvarðanir sem skipta höfuðmáli um hvernig til tekst. Þar má nefna hvernig afla verður skipt á milli svæða sem og mánaða. Einnig er mikilvægt að komi til þess að strandveiðum ljúki fyrir lok ágúst fái strandveiðibátar almennt veiðileyfi aftur.
Heimastjórn brýnir ráðherra til að vinna að því að tryggja að allir strandveiðibátar fái tækifæri til að róa í 48 daga á komandi tímabili með því að tryggja nægt aflamark til kerfisins eða fella út setninguna í frumvarpinu: „Þá skal Fiskistofa með auglýsingu í Stjórnartíðindum stöðva strandveiðar frá hverju landsvæði þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla hvers tímabils verði náð, sbr. þó 2. - 3. málsl. 9. mgr.“

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma ofangreindu á framfæri við nefndarsvið Alþingis.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 34. fundur - 05.04.2023

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (svæðaskipting strandveiða).

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

Heimastjórn Djúpavogs - 36. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða), 861. mál.

Heimastjórn á Djúpavogi áréttar fyrri bókun frá 9. mars 2023 varðandi mikilvægi strandveiða og þá kröfu að tryggja beri 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er fyrirliggjandi frumvarp um svæðaskiptinu strandveiða skárri og sanngjarnari kostur en núverandi kerfi fyrir C-svæði-Norðausturland.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 33. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða), 861. mál.

Heimastjórn á Seyðisfirði gerir ekki athugasemdir við tillöguna þar sem umrætt fyrirkomulag er til bóta miðað við núverandi ástand. Þó bendir heimastjórn á að það hefði verið æskilegra að hafa heildrænni sýn og koma með nýja nálgun, þar sem umrætt fyrirkomulag leysir ekki allan vandann m.t.t. þess að öryggi sjómanna sé tryggt.

Heimastjórn telur að tryggja beri 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er fyrirliggjandi frumvarp um svæðaskiptinu strandveiða skárri og sanngjarnari kostur en núverandi kerfi fyrir C-svæði-Norðausturland.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:
Getum við bætt efni þessarar síðu?