Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt 176 ha., Hafursá

Málsnúmer 202305080

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 84. fundur - 15.05.2023

Í upphafi máls vakti Björgvin Stefán Pétursson máls á mögulegu vanhæfi sínu. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða. Björgin vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógræktinni vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Hafursár (L157487) sem er í eigu Ríkissjóðs Íslands. Sótt er um leyfi til ræktunar á 176 ha skógrækt á landi sem skilgreint er í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem opið svæði til sérstakra nota.
Í greinargerð aðalskipulags segir að svæðið sé „ætlað til útiveru og náttúruskoðunar og er ekki gert ráð fyrir öðrum mannvirkjum á svæðinu en þeim sem tengjast almennri útiveru og náttúruskoðun, s.s. stígum, skiltum, áningarstöðum og bílastæðum fyrir göngu- og ferðafólk. Minni háttar mannvirki og starfsaðstaða vegna skógræktar er heimil.“

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Það er mat umhverfis- og framkvæmdaráðs að fyrirhuguð skógræktaráform samræmist ekki gildandi aðalskipulagi og getur þar af leiðandi ekki fallist á útgáfu framkvæmdaleyfis.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Undir þessum lið vakti Björgvin Stefán Pétursson athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi. Björgvin vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Guðný Margrét Hjaltadóttir sat fundinn í hans stað.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Skógræktinni, en stofnunin er efnislega ósammála afgreiðslu ráðins í tengslum við framkvæmdaleyfisumsókn fyrir skógrækt í landi Hafursár. Í erindinu eru sjónarmið stofnunarinnar rakin.
Fyrir ráðinu liggur jafnframt álit Skipulagsstofnunar er varðar túlkun á leyfilegri landnotkun samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni, sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að funda með málsaðilum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?