Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Dalsel 1

Málsnúmer 202306091

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95. fundur - 25.09.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, efri áfanga.
Breytingin er gerð á uppdrætti og greinargerð og tekur til lóða 1, 3 og 5 við Dalsel. Tillagan gerir ráð fyrir að sameinaðar séu lóðirnar við Dalsel 1-5 í eina lóð og að þar verði heimilt að byggja 4-6 íbúðir á einni hæð með eða án sambyggðum bílgeymslum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Breytingin er metin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún víkur ekki frá notkun eða nýtingarhlutfalli svæðisins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum frá RARIK og HEF veitum. Jafnframt samþykkir ráðið að grenndarkynna breytinguna fyrir fasteignaeigendum eftirfarandi eigna: Klettasel 2, 4, 6 og 8, Dalsel 2, 4, 6, 7 og 8.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 100. fundur - 20.11.2023

Grenndarkynningu breytinga á deiliskipulagi Selbrekku, efra áfanga, vegna Dalsels 1 lauk 25. október sl. Fyrir ráðinu liggja athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Jafnframt er lagt fram erindi frá lóðarhöfum lóðarinnar við Dalsel 1 þar sem kemur fram að í ljósi þeirra athugasemda sem bárust við grenndarkynningu verði fallið frá áformunum og lóðinni skilað inn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, að teknu tilliti til athugasemda sem bárust í grenndarkynningu sem og fyrirliggjandi erindis lóðarhafa, að falla frá fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, efra áfanga vegna Dalsels 1.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?