Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

100. fundur 20. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Eiður Gísli Guðmundsson og Björgvin Stefán Pétursson sátu fundinn undir liðum nr. 1-14.
Sigurður Jónsson, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr. 12 og 15.

1.Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Múlaþings 2024

Málsnúmer 202311104Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að fjárhagsáætlun Slökkviliðs Múlaþings 2024.
Slökkviliðsstjóri og fjármálastjóri Múlaþings sitja fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar henni til staðfestingar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:30
 • Haraldur Geir Eðvaldsson - mæting: 08:30

2.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að gjaldskrá Slökkviliðs Múlaþings 2024.
Slökkviliðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Slökkviliðs Múlaþings 2024 og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Haraldur Geir Eðvaldsson - mæting: 08:40

3.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs 2024.
Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi viðbót við gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs 2024 og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:00

4.Innsent erindi. Frisbígolfvöllur í Selskógi

Málsnúmer 202311112Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Glúmi Björnssyni þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til uppsetningar á frisbígolfvelli í Selskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að settur verði upp frisbígolfvöllur í Selskógi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn en bendir á að kostnaður verkefnisins og ábyrgð verði á höndum umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um lóð fyrir hleðslustöðvar, Egilsstaðir

Málsnúmer 202309155Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn frá HS Orku, fyrir hönd InstaVolt Iceland ehf., um að fá úthlutað óstofnaðri lóð við Kaupvang á Egilsstöðum fyrir fjórar hraðhleðslustöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við þá vinnu sem nú á sér stað vegna stefnumótunar verður ekki hægt að afgreiða umsóknina fyrr en að þeirru vinnu lokinni. Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir frístundasvæði á Eiðum. Tekið hefur verið tillit til þeirra umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu skipulags- og matslýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sérstaklega skuli óskað eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202302194Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sérstaklega skuli óskað eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulagsbreyting, Dalsel 1

Málsnúmer 202306091Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu breytinga á deiliskipulagi Selbrekku, efra áfanga, vegna Dalsels 1 lauk 25. október sl. Fyrir ráðinu liggja athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Jafnframt er lagt fram erindi frá lóðarhöfum lóðarinnar við Dalsel 1 þar sem kemur fram að í ljósi þeirra athugasemda sem bárust við grenndarkynningu verði fallið frá áformunum og lóðinni skilað inn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, að teknu tilliti til athugasemda sem bárust í grenndarkynningu sem og fyrirliggjandi erindis lóðarhafa, að falla frá fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, efra áfanga vegna Dalsels 1.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Þvottá

Málsnúmer 202309060Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Þvottár 1 (L159356) sem fær heitið Þvottá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.


10.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Þvottá 2

Málsnúmer 202309055Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Þvottár 1 (L159356) sem fær heitið Þvottá 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um byggingarheimild, Bláskógar 17, 700,

Málsnúmer 202310056Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma við Bláskóga 17 á Egilsstöðum lauk þann 17. nóvember sl. án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaráforma við Bláskóga 17 sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um byggingarheimild, Vesturvegur 1, 710,

Málsnúmer 202308099Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju mál varðandi grenndarkynningu byggingaráforma við Vesturveg 1 á Seyðisfirði. Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi hafa fundað með RARIK og liggur fyrir minnisblað um val á útfærslu umræddrar stöðvar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að setja sig í samband við þann aðila sem gerði athugasemd við áformin í grenndarkynningu þeirra og kynna fyrir honum minnisblað RARIK.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

13.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 4

Málsnúmer 2310019FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 4. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 25

Málsnúmer 2310015FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 25. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

15.Samráðsgátt. Mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum

Málsnúmer 202311049Vakta málsnúmer

Magni Hreinn Jónsson frá Veðurstofu Íslands kynnir skýrslu stofnunarinnar um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi sem hefur verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur rann út þann 15. nóvember sl. en hefur fengist framlengdur til 22. nóvember.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:


Skipulagsfulltrúa og formanni ráðsins er falið að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Magni Hreinn Jónsson - mæting: 10:30

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?