Fara í efni

Ósk um tilnefningu aðliggjandi sveitarfélaga í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði

Málsnúmer 202306114

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 88. fundur - 27.06.2023

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að Fjarðabyggð og Múlaþing tilnefni í sameiningu tvo aðalfulltrúa sveitarfélaganna í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði, í stað Elfu Hlínar Sigrúnar Pétursdóttur og Gauta Jóhannessonar sem beðist hafa lausnar frá setu í ráðinu.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 89. fundur - 04.07.2023

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að Fjarðabyggð og Múlaþing tilnefni í sameiningu tvo aðalfulltrúa sveitarfélaganna í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði, í stað Elfu Hlínar Sigrúnar Pétursdóttur og Gauta Jóhannessonar sem beðist hafa lausnar frá setu í ráðinu.

Í vinnslu.


Byggðaráð Múlaþings - 90. fundur - 11.07.2023

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að Fjarðabyggð og Múlaþing tilnefni í sameiningu tvo aðalfulltrúa sveitarfélaganna í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði, í stað Elfu Hlínar Sigrúnar Pétursdóttur og Gauta Jóhannessonar sem beðist hafa lausnar frá setu í ráðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að höfðu samráði við Fjarðabyggð samþykkir byggðaráð Múlaþings að tilnefna Ívar Karl Hafliðason sem aðalfulltrúa í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði. Byggðaráð beinir því jafnframt til innviðaráðuneytis að tekið verði til endurskoðunar, í samráði við sveitarfélög á svæðinu, hvernig skipa skuli í svæðisráð í framtíðinni. Ritara byggðaráðs falið að koma framangreindri afgreiðslu á framfæri við innviðaráðuneytið.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti (HHÁ)

Fulltrúi VG Helgi Hlynur Ásgrímsson telur að Múlaþing ætti ekki að skipa fulltrúa í svæðisráð um strandsvæðisskipulag að svo stöddu vegna fráleitrar nálgunar innviðaráðuneytis á nefndarskipunina.
Getum við bætt efni þessarar síðu?