Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Hótel Eyvindará

Málsnúmer 202306176

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um breytingu á deiliskipulagi ferðaþjónustu á Eyvindará II.
Tilgangur deiliskipulagsbreytingar er að breyta staðsetningu byggingareits gistihúss og að marka leyfilegt byggingarmagn. Breyting víkur ekki frá notkun svæðisins. Breyting á útliti felst í nýbyggingum sem eru að formi í samræmi við aðrar byggingar á skipulagssvæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Breytingin er metin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, RARIK og HEF veitum.

Jafnframt samþykkir ráðið að grenndarkynna breytinguna fyrir fasteignaeigendum eftirfarandi eigna: Eyvindará 1 (L157589), Eyvindará 4 (L157593), Eyvindará lóð 7 (L208366) og Eyvindará /lóð 2 (L194118).

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 94. fundur - 18.09.2023

Óveruleg breyting á deiliskipulagi ferðaþjónustu á Eyvindará II var kynnt í Skipulagsgátt frá 3. júlí til 7. ágúst 2023. Fasteignaeigendum við Eyvindará 1 (L157589), Eyvindará 4 (L157593), Eyvindará lóð 7 (L208366) og Eyvindará /lóð 2 (L194118) voru einnig send kynningargögn með bréfpósti. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en HEF, RARIK og HAUST skiluðu ekki umsögn. Athugasemd barst frá fasteignaeigendum og liggur fyrir ráðinu að taka hana til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu deiliskipulagsins. Skipulagsfulltrúa er falið að gera drög að umsögn um athugasemdir í samræmi við umræður á fundinum. Ráðið telur ekki að athugasemdir gefi tilefni til að gera breytingar á skipulagsáætluninni en felur formanni og skipulagsfulltrúa að funda með þeim er sendu inn athugasemdir.
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?