Fara í efni

Hafnarreglugerð Múlaþings

Málsnúmer 202307014

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 37. fundur - 06.07.2023

Náttúruverndarnefnd Borgarfjarðar beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að hefja vinnu við gerð hafnarreglugerðar Múlaþings ellegar að hafnarreglugerð fyrir Borgarfjarðarhöfn verði endurskoðuð með tilliti til náttúruverndarsjónarmiða er snúa að dýra- og fuglalífi.

Náttúruverndarnefnd Borgarfjarðar telur nauðsynlegt að þessi mál verði skoðuð í samhengi við farþegasiglingar í Borgarfjarðarhöfn. Mikilvægast er að fyrir liggi reglur varðandi umgengni við Hafnarhólmann og fuglalíf þar í kring. Þar mætti tiltaka hversu nálægt og hversu hratt má sigla í grennd við Hafnarhólma.

Vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?