Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

58. fundur 14. maí 2025 kl. 13:00 - 15:07 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir 1. varaforseti
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varamaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson varamaður
  • Guðrún Ásta Tryggvadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði og fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028. Viðauki 1

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2025 til að mæta auknum kostnaði við nýja kjarasamninga kennara.
Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, Þröstur Jónsson og Dagmar Ýr Stefánsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2025 og vísar til bókunar byggðaráðs um sama mál frá 29. apríl 2025 sem er svohljóðandi:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að viðauka 1 sem felur í sér eftirfarandi breytingar á viðkomandi málaflokkum í A-hluta:

00 Skatttekjur, útsvar, hækkun tekna 68.612 þús.kr.
00 Skatttekjur, fasteignaskattur, hækkun tekna 10.000 þús.kr.
00 Skatttekjur, Jöfnunarsjóður, hækkun tekna 55.000 þús.kr

04 Fræðslu og uppeldismál, hækkun launakostnaðar -190.998 þús.kr.
04 Fræðslu- og uppeldismál, útgjaldalækkun 27.388 þús.kr.

08 Hreinlætismál, hækkun sorpgjalda 30.000 þús.kr.

28 Fjármagnsliðir, lækkun 729 þús.kr.

31 Eignasjóður, afskriftir fastafjármuna hækkun -1.025 þús.kr.

Rekstarniðurstaða A hluta lækkun 296 þús.kr.


Fjárfestingahreyfingar:
Lyngás 12, kaup húsnæðis á neðri hæð. Eignasjóður -82.000 þús.kr.
Eignahlutir í félögum, hækkun stofnframlaga. Félagslegar íbúðir v. Brák -31.600 þús.kr.

Breyting á rekstartengdum eignum og skuldum:
Gamla ríkið endurgreitt fyrirframgreitt framlag, -49.327 þús.kr.
Skilavegir, fyrirframgreiðsla vegna framkvæmda árið 2025, -39.466 þús.kr.

Handbært fé:
Handbært fé, lækkun -202.687 þús.kr.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


2.Aðalskipulagsbreyting, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202308090Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá Orkusölunni, vinnslutillaga fyrir aðalskipulagsbreytingu fyrir Gilsárvirkjun
Við upphaf fundar undir þessum lið vakti Ásdís Hafrún Benediktsdóttir á mögulegu vanhæfi sýnu vegna tengsla við landeiganda. Tillagan var borin upp og samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ) samhljóða. Ásdís vék af fundi undir umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir vatnsaflsvirkjun í Gilsárdal verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

3.Hafnarreglugerð Múlaþings

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að hafnarreglugerð fyrir hafnir Múlaþings til afgreiðslu.
Til máls tók: Eyþór Stefánsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að hafnarreglugerð fyrir hafnir Múlaþings og felur sveitarstjóra að koma nýrri hafnarreglugerð í birtingu í Stjórnartíðindum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fækkun sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 202505101Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Þresti Jónssyni dags.08.05.2025. þar sem hann leggur til að skoðað verði að fækka sveitarstjórnarfulltrúum úr 11 niður í 7 á næsta kjörtímabili.
Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason, Berglind Harpa Svavarsdóttir kom til svara, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til efnislegrar meðferðar hjá byggðaráði.

Samþykkt með 9 atkvæðum, tveir á móti (ES,ÁHB)

5.Heimastjórn Borgarfjarðar - 59

Málsnúmer 2504020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Heimastjórn Djúpavogs - 59

Málsnúmer 2503004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Heimastjórn Djúpavogs - 60

Málsnúmer 2504015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 58

Málsnúmer 2504018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 56

Málsnúmer 2504013FVakta málsnúmer

Til máls tóku Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Þröstur Jónsson vegna liðar 9.

Lagt fram til kynningar.

10.Byggðaráð Múlaþings - 150

Málsnúmer 2504003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Byggðaráð Múlaþings - 151

Málsnúmer 2504010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Byggðaráð Múlaþings - 152

Málsnúmer 2504017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 147

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 148

Málsnúmer 2504012FVakta málsnúmer

Til máls tók Þröstur Jónsson vegna liðar 14.

Lagt fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 149

16.Fjölskylduráð Múlaþings - 130

Málsnúmer 2504007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð Múlaþings - 131

Málsnúmer 2505002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Ungmennaráð Múlaþings - 39

Málsnúmer 2505005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 15:07.

Getum við bætt efni þessarar síðu?