Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

50. fundur 06. júní 2024 kl. 10:00 - 13:46 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason varaformaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Matarauður Austurlands, samstarf

Málsnúmer 202202156Vakta málsnúmer

Möguleikar á matarsmiðju á Djúpavogi ræddir. Lefeversósur eru framleiddar í "Ósneshúsinu" (Mörk 4), en þar hefur einnig verið framleidd síld á vegum Ósnes.
Heimastjórn telur mikla möguleika felast í því að koma af stað matarsmiðju á Djúpavogi, til að fullvinna það úrvalshráefni sem til er á svæðinu og til að styðja við matarfrumkvöðla, nýsköpun og vöruþróun.

Gestir

  • Greta Mjöll Samúelsdóttir - mæting: 10:00
  • Óðinn Lefever - mæting: 10:00
  • Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir - mæting: 10:00

2.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna júní til desember 2024

Málsnúmer 202405201Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir fundardagatal fram til áramóta.

3.Hafnarreglugerð Múlaþings

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Heimastjórn gerir nokkrar minniháttar athugasemdir við orðalag, sem þarf að breyta. Starfsmanni heimastjórnar falið að koma þeim á framfæri.

4.Eysteinsstofa

Málsnúmer 202404146Vakta málsnúmer

Eysteinsstofa hefur verið færð og er nú aðgengilegri í Löngubúð en verið hefur. Rýmið sem áður hýsti stofuna mun verða nýtt til að skapa rekstraraðila Löngubúðar nauðsynlegt rými fyrir sína starfsemi.

5.Innsent erindi, Nýting á heitu vatni við Djúpavog

Málsnúmer 202208120Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur mikilvægt að sú vinna sem hófst með umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021 verði framhaldið og styrkurinn nýttur til að skipuleggja útivistarsvæði í nágrenni Búlandshafnar, þó svo að ekki liggi fyrir niðurstaða í heitavatnsleit.

Heimastjórn felur starfsmanni að kalla inn á næsta fund áhugahóp um uppbyggingu á svæðinu til að ræða framtíðarmöguleika svæðisins.

6.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, athafna- og hafnarsvæði, fráveita, íbúaðasvæði, gönguleið og ferðamannabryggja

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Heimastjórn bendir á að mikilvægt sé að vel sé gengið frá eftir framkvæmdir við fráveituna, bæði innanbæjar og utan. Einnig vill heimastjórn benda á afgreiðslu á lið 7 í þessari fundargerð, (málsnr. 202208140) um framtíðarskipulag á svæðinu.


7.Deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi

Málsnúmer 202208140Vakta málsnúmer

Heimasjórn vill ítreka fyrri bókanir um vinnu við deiliskipulag í miðbæ Djúpavogs. Nauðsynlegt er að ráðast í þessa vinnu strax til að hægt sé að byggja upp og laga aðstöðu fyrir íbúa og gesti í miðbæ Djúpavogs.

Nú þegar er til grunnur að þessari vinnu sem unnin var fyrir Djúpavogshrepp.

Heimastjórn samþykkir að vísa þessu til Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

8.Heilsársvegur um Öxi

Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer

9.219 bílar fóru um Axarveg í maí, samkvæmt umferðartölum Vegagerðarinnar.
Í ljósi þess telur heimastjórn Djúpavogs nauðsynlegt að veginum sé sinnt betur og að bæta þurfi fjarskipti á veginum, en hann er að stórum hluta með mjög takmörkuðu símasambandi. Víða vantar orðið ofaníburð og vegurinn hefur ekki verið heflaður frá því að hann var opnaður.

9.Bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli

Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs tekur heilsuhugar undir bókun Byggðaráðs Múlaþings frá 29. maí sl. þar sem m.a. er bent á að fyrirhuguð gjaldtaka sé óásættanlegur viðbótarkostnaður við alltof háan ferðakostnað íbúa Austurlands við að sækja mikilvæga heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu sem því miður er ekki boðið upp á í landshlutanum.

10.Fyrirspurn um byggingalóð á Djúpavogi

Málsnúmer 202406006Vakta málsnúmer

Heimastjórn fagnar því að áhugi sé á því að byggja upp húsnæði á Djúpavogi og felur starfsmanni að ræða við byggingaraðila um mögulegar staðsetningar í þorpinu.

11.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Punktar frá fundinum lagðir fram til kynningar og umræðu.

12.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Fráveita að Langatanga: Vel gengur í verkinu, langt komið með að ganga frá lögn að Höfða. Er verið að skoða hvernig vinnu verður háttað við Bóndavörðuvatn vegna fuglavarps.

Bryggjan: Vinna er komin í gang við að klára að steypa þekju á norðurkafla bryggjunnar. Einnig við raflagnir en ekki er hægt að klára raflagnir fyrr en undirbúningvinnu við steypuna lýkur. Rarik, HEF og Búlandstindur eru að vinna í þeim lögnum sem þeim tilheyra að eða frá bryggju og búið er að biðja þessa aðila að vinna saman í því máli til að stytta þann tíma sem skurðir þurf að vera opnir til að draga úr óþægindum fyrir Fiskmarkað Djúpavogs, Búlandstind og aðra sem nota svæðið.

Göngustígar: Stígur milli leikskóla og íþróttamiðstöðvar er langt kominn og búið er að keyra ofaní stíg upp á Bóndavörðu. Einng er búið að laga aðkomu að Löngubúð að norðanverðu, ásamt því að ganga frá tröppum norðan við Faktorshús.

Gamla kirkjan. Engar hugmyndir um samstarf um nýtingu eða rekstur kirkjunnar komu inn eftir auglýsingu í vor. Vinna við frágang á ytrabyrði og umhverfi á að klárast í sumar.

Leiksvæðið í Blánni: Aparólan sem pöntuð var er væntanleg á Djúpavog í næstu viku.

13.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar verður haldinn fimmtudaginn 4. júlí kl 10:00 í fjarfundi.

Fundi slitið - kl. 13:46.

Getum við bætt efni þessarar síðu?