Fara í efni

Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 202307020

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 37. fundur - 09.08.2023

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 5.7. 2023, frá Umhverfisstofnun, þar sem tilkynnt er um ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa, sem haldinn verður á Ísafirði 12. október 2023.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 38. fundur - 10.08.2023

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 5.7. 2023, frá Umhverfisstofnun, þar sem tilkynnt er um ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa, sem haldinn verður á Ísafirði 12. október 2023.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 38. fundur - 15.08.2023

Ársfundur Náttúruverndarnefnda verður haldinn á Ísafirði 12. október 2023. Fulltrúi Náttúruverndarnefndar Borgarfjarðar mun sitja fundinn.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 41. fundur - 07.09.2023

Fyrir fundinum lá tölvupóstur dags. 5. júlí 2023 frá Umhverfisstofnun, þar sem fulltrúum náttúruverndarnefnda og starfsmönnum sveitarfélaga er bent á að ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa verður haldinn á Ísafirði þann 12. október 2023.
Að undirbúningi fundarins koma, auk Umhverfisstofnunar, Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa.
Formaður heimastjórnar á Djúpavogi mun líkt og fyrir ári sitja fundinn fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Samþykkt samhljóða.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 39. fundur - 05.10.2023

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 5.7. 2023, frá Umhverfisstofnun, þar sem tilkynnt er um ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa, sem haldinn verður á Ísafirði 12. október 2023.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs og starfsmaður gera ráð fyrir að sitja ársfundinn sem fjarfund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 39. fundur - 11.10.2023

Fyrir lá að tilnefna fulltrúa heimastjórnar Seyðisfjarðar á ársfund náttúruverndarnefnda 2023 sem átti að vera 12. október á Ísafirði. Vegna veðurs var tekin ákvörðun um að fresta fundi. Nýr fundardagur hefur ekki verið ákveðinn en horft er til vors 2024. Tilnefnt verður á fundinn þegar ný dagsetning hefur verið ákveðin.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?