Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

38. fundur 15. ágúst 2023 kl. 08:30 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að bæta við dagskrárlið 3, Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Blábjörg ehf., vegna breytingar á afgreiðslutíma áfengis og fella út dagskrárliðinn Umsagnarferli vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað fyrir Blábjörg ehf.

Var það samþykkt samhljóða.

1.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 202307020Vakta málsnúmer

Ársfundur Náttúruverndarnefnda verður haldinn á Ísafirði 12. október 2023. Fulltrúi Náttúruverndarnefndar Borgarfjarðar mun sitja fundinn.

Lagt fram til kynningar.

2.Ágangur búfjár á heimalöndum

Málsnúmer 202307027Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum. Tillögurnar eru unnar af Aroni Thorarensen, lögfræðingi og verkefnisstjóra, Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála og Óðni Gunnari Óðinssyni skrifstofustjóra. Einnig liggur fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu/ágang búfjár sem og önnur gögn er varða málið.

Á fundi byggðaráðs 11.7. 2023 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum, auk erindis Bændasamtakanna, varðandi ágang búfjár í heimalöndum til umsagnar og upplýsingar hjá heimastjórnum. Málið verður tekið til afgreiðslu í byggðaráði er umsagnir heimastjórna liggja fyrir.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög. Heimastjórn vill þó taka fram að til þess að gera starfsfólki kleift að framfylgja reglum án aðkomu nefndar, í málum sem viðbúið er að verði umdeild, þurfa reglurnar að vera skýrar. Í vandmeðfarnari málum gæti aðkoma nefnda verið æskileg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Blábjörg ehf, vegna breytingar á afgreiðslutíma áfengis

Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sýslumanninum á Austurlandi dagsett 25. júlí 2023. Erindið snýr að umsókn Blábjarga um breytingu á rekstrarleyfi afgreiðslutíma áfengis.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir fyrir sitt leyti engar athugasemdir við breytingarnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Gangnaboð og gangnaseðlar 2023

Málsnúmer 202307108Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gangnaboð og gangnaseðill 2023 til afgreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil fyrir Borgarfjörð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Steingrímur Jónsson starfsmaður á umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings mætti á fund heimastjórnar og fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við Fjarðarborg.

Útboði er lokið og verið er að fara yfir þau tilboð sem bárust.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 10:30

6.Leiguíbúðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um að útdeila Breiðvangi 2 til Ásgeirs Boga Arngrímssonar, nýs verkstjóra áhaldahúss á Borgarfirði.

Vegna ráðningar hans samþykkir heimastjórn að úthluta Ásgeiri Boga Arngrímssyni Breiðvang 2 í samræmi við 3. grein reglna um úthlutun á leiguhúsnæði í eigu Múlaþings (annarra en félagslegra íbúða).

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Framkvæmdir Vegagerðarinnar á Borgarfirði

Málsnúmer 202308028Vakta málsnúmer

Heimastjórn fundaði með Sveini Sveinssyni umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi 14. júlí síðastliðinn þar sem ræddar voru fyrirhugaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar á Borgarfirði.

Vegagerðin hyggst skila þorpsgötunni til sveitarfélagsins. Áður mun hún skipta út ræsum og færa veginn til nútímalegra horfs. Heimastjórn benti á nauðsyn þess að lagfæra sjóvarnir meðfram götunni. Áætlað að hefja framkvæmdir í haust.

Hafin er breikkun Hafnarvegarins. Til stendur að breikka hann frá Hofströnd og út í höfn í áföngum. Áætlað er að ljúka breikkun vegarins snemmsumars 2024.

Vegagerðin áætlar að hefja vinnu við að girða ofan vegar frá Landsenda að þorpsgirðingu í haust. Tímaramminn ræðst af samkomulagi við landeigendur.

Heimastjórn ítrekaði jafnframt nauðsyn þess að vetrarþjónustu til Borgarfjarðar sé sinnt alla daga vikunnar.

Lagt fram til kynningar.


8.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitastjóra fór yfir helstu verkefni á Borgarfirði.

Ný löndunarbryggja hefur verið boðin út og auglýst á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Unnið er að frekari skiltagerð og útfærslu varðandi frjáls framlög í Hafnarhólma.

9.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er áætlaður mánudaginn 11. september 2023. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 6. september. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?