Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

38. fundur 10. ágúst 2023 kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Guðný Drífa Snæland varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Landbótasjóður 2023

Málsnúmer 202302005Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Þorvaldur Hjarðar, formaður Landbótasjóðs Norður-Héraðs sem fór yfir drög að skýrslu um starfsemi Landbótasjóðs og uppgræðslu á hans vegum. Þorvaldi þökkuð góð yfirferð.

2.Deiliskipulag, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108147Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli lauk þann 2. mars sl. Engar athugasemdir bárust en Skipulagsstofnun tók skipulagið til athugunar í samræmi við 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Fyrir fundinum liggur jafnframt minnisblað frá skipulagsráðgjafa með tillögu að viðbrögðum við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Jafnframt liggur fyrir bréf, dagsett 6. júlí 2023, frá Innviðaráðuneytinu, um að ráðuneytið fallist á að veitt sé undanþága frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið d vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóð aðstöðuhúss í deiliskipulagi fyrir Akstursíþróttasvæði í Skagafelli.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 5.6. 2023 að fyrirliggjandi skipulagstillaga yrði lagfærð til samræmis við minnisblað ráðgjafa. Jafnframt samþykkti ráðið að leggja til við sveitarstjórn að hún sækti um til Innviðaráðuneytisins að fá veitta undanþágu frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið d vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóð aðstöðuhúss í deiliskipulagi fyrir Akstursíþróttasvæði í Skagafelli. Jafnframt samþykkti umhverfis- og framkvæmdaráð á fundinum að vísa skipulaginu til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 8. júní 2023 en var þá frestað.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing, auk vinnslutillögu, dags. 19. júní 2023 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða. Einnig liggur fyrir ósk um umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúrurverndarnefndar, frá umhverfis- og framkvæmdasviði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að senda umsögn heimastjórnar til skipulagsfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Varmadælur í dreifbýli

Málsnúmer 202305087Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar um varmadælur í dreifbýli frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir ábendingum um tækifæri til varmadæluvæðingar á köldum svæðum til HEF veitna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ágangur búfjár á heimalöndum

Málsnúmer 202307027Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum. Tillögurnar eru unnar af Aroni Thorarensen, lögfræðingi og verkefnisstjóra, Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála og Óðni Gunnari Óðinssyni skrifstofustjóra. Einnig liggur fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu/ágang búfjár sem og önnur gögn er varða málið.

Á fundi byggðaráðs 11.7. 2023 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum, auk erindis Bændasamtakanna, varðandi ágang búfjár í heimalöndum til umsagnar og upplýsingar hjá heimastjórnum. Málið verður tekið til afgreiðslu í byggðaráði er umsagnir heimastjórna liggja fyrir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að öðru leyti en því að mikilvægt er að verklagssreglur sem settar kunna að verða séu skýrar og framkvæmdar af starfsfólki sveitarfélagsins án aðkomu nefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Gangnaboð og gangnaseðlar 2023

Málsnúmer 202307108Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gangnaboð og gangnaseðlar til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðla fyrir Jökuldal austan ár og Hróarstungu, Hjaltastaðaþinghá, Fellin, Eiðaþinghá, Velli, Skriðdal, Jökulsárhlíð og Jökuldal norðan ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 202307020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 5.7. 2023, frá Umhverfisstofnun, þar sem tilkynnt er um ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa, sem haldinn verður á Ísafirði 12. október 2023.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?