Fara í efni

Húsnæðisáætlun Múlaþings 2024

Málsnúmer 202308176

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101. fundur - 27.11.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að láta uppfæra húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra skipulagsmála að uppfæra áætlunina miðað við núverandi stöðu og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 102. fundur - 04.12.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að húsnæðisáætlun Múlaþings til umsagnar hjá heimastjórnum.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 42. fundur - 06.12.2023

Fyrir liggja drög að breyttri húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2024.

Ljóst er að uppfæra þarf texta er snýr að Borgarfirði í drögunum, m.a. hefur eftirfarandi setning verið fjarlægð úr drögunum: „Múlaþing er virkur þátttakandi á leigumarkaði á Borgarfirði og kemur það til sem mótvægisaðgerð vegna þeirrar stöðu sem ríkt hefur í húsnæðismálum þar undanfarin ár þar sem stór hluti húsnæðis á staðnum er nýttur til sumardvalar en ekki heilsársbúsetu.“

Íbúafjöldi hefur aukist um 3,9% á ári síðustu 5 ár og telur heimastjórn aðgengi að leiguíbúðum vera lykilforsendu þeirrar fjölgunar en markaðsaðstæður á Borgarfirði gera fólki erfiðara fyrir að byggja húsnæði. Samkvæmt skýrslu Nordregio, Attractive rural municipalities in the Nordic countries 2020, vill ungt fólk í dag hafa frelsi til búsetu og binda sig ekki fjárhagslega með kaupum á húsnæði og því er algjör lykilforsenda að Múlaþing tryggi aðgengi að leiguíbúðum meðan markaðsaðstæður leyfa það ekki.

Heimastjórn fer fram á að ofangreind setning verði inn í nýrri húsnæðisáætlun og mun koma öðrum tillögum að textabreytingum á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 44. fundur - 07.12.2023

Fyrir fundinum láu drög að breytingum á texta í húsnæðisáætlun Múlaþings 2024.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 41. fundur - 07.12.2023

Fyrir fundinum lágu drög að breytingum á texta í húsnæðisáætlun Múlaþings 2024.

Heimastjórn felur starfsmanni að koma athugasemdum á framfæri við umhverfis- og framkvæmdasvið í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 41. fundur - 08.12.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2024.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 4.12.2023 var gerð eftirfarandi bókun:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að húsnæðisáætlun Múlaþings til umsagnar hjá heimastjórnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 104. fundur - 08.01.2024

Lögð er fram að nýju tíu ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2024 þar sem brugðist hefur verið við ábendingum og athugasemdum sem komu fram í bókunum heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðaðri húsnæðisáætlun Múlaþings til næstu 10 ára og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 44. fundur - 17.01.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 08.01.2024, varðandi húsnæðisáætlun Múlaþings 2024.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi endurskoðaða húsnæðisáætlun til næstu 10 ára. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að sjá til þess að hún verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og kynnt þar til bærum aðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?