Fara í efni

Beiðni um umfjöllun á Landbúnaði í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202310196

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 40. fundur - 08.11.2023

Jóhann Gísli þurfti að yfirgefa fundinn undir þessum lið kl. 14.09þ

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 4.11.2023, frá Jóni Elvari Gunnarssyni, formanni Félags nautgripabænda á Héraði og fjörðum, um málefni landbúnaðar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir það sem fram kemur í tölvupósti frá formanni Félags nautgripabænda á Héraði og fjörðum um að í ljósi stöðu bænda vegna kostnaðarhækkana og hækkunar vaxta á liðnum árum sé afar mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður.
Jafnframt áréttar heimastjórn Fljótsdalshéraðs umsögn sína frá 5.4. 2023 um landsbúnaðarstefnu fyrir Ísland til ársins 2040, en þar segir:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur jákvætt og fagnar því að til standi að setja landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Heimastjórnin tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig telur heimastjórn Fljótsdalshéraðs mikilvægt að aðgerðaáætlun styðji við stefnuna þannig að rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi geri starfsaðstæður og starfskjör þeirra sem starfa í landbúnaði sambærileg og samkeppnishæf við það sem almennt gerist á vinnumarkaði á Íslandi.
Þá leggur heimastjórn áherslu á að brýnt sé að aðgerðaáætlun styðji við að sem fyrst komi til framkvæmda leiðir til að styðja við kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði. Liður í því gæti verið að koma á búsetuskyldu á lögbýlum vegna uppkaupa og jarðasöfnunar aðila.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til sveitarstjórnar að taka málið til umfjöllunar á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

202310196 - Beiðni um umfjöllun á Landbúnaði í sveitarfélaginu
Fyrir liggur tölvupóstur, dags. 04.11.2023, frá formanni félags nautgripabænda á Héraði og fjörðum um málefni landbúnaðar auk bókunar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.11.2023, þar sem m.a. er tekið undir það er fram kemur í umræddum tölvupósti og því beint til sveitarastjórnar að taka málið til umfjöllunar:

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Hildur þórisdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Eiður Gísli Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Benedikt V.Warén, Jónína Brynjólfsdóttir og Eiður Gísli Guðmundsson.

Við fundarstjórn tók Hildur Þórisdóttir á með Jónína Brynjólfs tók til máls undir þessu máli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í landbúnaði. Lækkun á afurðaverði, kostnaðarhækkanir, hækkun vaxta á liðnum árum, erfiðar aðstæður til nýliðunar, takmarkað aðgengi að lánsfé á hagstæðum kjörum til fjárfestinga og fjöldi annarra samverkandi þátta hefur sett framtíð atvinnugreinarinnar í algert uppnám. Forsendur til rekstrar eru því nánast brostnar, nauðsynleg nýliðun viðvarandi vandamál og tækifæri til fjárfestinga lítil sem engin sem hamlar um leið allri nýsköpun í greininni.

Eins og fram kemur í Svæðisskipulagi Austurlands er landbúnaður mikilvæg grunnstoð í atvinnulífi Austurlands, eins og víðar um land, og því mikilvægt að umgjörð atvinnugreinarinnar verði styrkt. Sveitarstjórn telur mikilvægt að horft sé til þess að ná fram hækkuðu afurðaverði, tryggja greiðan aðgang að þolinmóðu lánsfé til fjárfestinga og auk þess að útfæra lán í anda hlutdeildarlána til að fá aukinn kraft í nýliðun. Horfa þarf til þess að styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar og tryggja að gæðaeftirlit með innflutningi og innlendri framleiðslu sé hið sama. Miklar kröfur hafa verið settar um aðbúnað búfjár til matvælaframleiðslu á Íslandi síðustu ár með tilheyrandi kostnaði hjá bændum en án þess að fjármagn hafi fylgt.
Landbúnaður er jafnframt byggðarmál og mikilvægt að sveitir landsins verði áfram í byggð enda blómlegar sveitir eitt helsta kennileiti íslenskrar þjóðar.
Sveitarstjórn Múlaþings skorar því á stjórnvöld að koma nú að krafti inn í greinina og stuðla að því að landbúnaður búi við eðlilegt rekstrarumhverfi til að fyrirbyggja fyrirsjáanlegt hrun í greininni með ófyrirséðum afleiðingum fyrir matvælaöryggi þjóðarinnar. Slíkt öryggi þarf að tryggja með aðgerðum en ekki orðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?