Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

40. fundur 08. nóvember 2023 kl. 13:00 - 14:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Á fundinnn undir þessum lið mætti Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, sem fór yfir fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 til 2027.

Guðlaugi þökkuð kynningin og heimastjórn lýsir ánægju með jákvæðar horfur varðandi rekstur sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ósk um umsögn, matsskyldufyrirspurn, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202310060Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett 5. október 2023, við tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna 6,7 MW vatnsaflsvirkjunar í Gilsá.
Frestur til að skila umsögn hefur verið framlengdur til 10. nóvember 2023.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Deiliskipulag, Selskógur

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á athugasemdum og umsögnum sem bárust við auglýsingu skipulagstillögu nýs deiliskipulags útivistarsvæðis í Selskógi.
Jafnframt liggur fyrir ráðinu uppfærð skipulagstillaga þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.10.2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.
Ráðið felur jafnframt skipulagsfulltrúa að upplýsa þá aðila sem athugasemdir gerðu, um bókun ráðsins og senda umsagnir um athugasemdir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu nýs deiliskipulags fyrir Selskóg í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa þá aðila sem athugasemdir gerðu, um niðurstöðuna og senda umsagnir um athugasemdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Beiðni um umfjöllun á Landbúnaði í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202310196Vakta málsnúmer

Jóhann Gísli þurfti að yfirgefa fundinn undir þessum lið kl. 14.09þ

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 4.11.2023, frá Jóni Elvari Gunnarssyni, formanni Félags nautgripabænda á Héraði og fjörðum, um málefni landbúnaðar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir það sem fram kemur í tölvupósti frá formanni Félags nautgripabænda á Héraði og fjörðum um að í ljósi stöðu bænda vegna kostnaðarhækkana og hækkunar vaxta á liðnum árum sé afar mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður.
Jafnframt áréttar heimastjórn Fljótsdalshéraðs umsögn sína frá 5.4. 2023 um landsbúnaðarstefnu fyrir Ísland til ársins 2040, en þar segir:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur jákvætt og fagnar því að til standi að setja landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Heimastjórnin tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig telur heimastjórn Fljótsdalshéraðs mikilvægt að aðgerðaáætlun styðji við stefnuna þannig að rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi geri starfsaðstæður og starfskjör þeirra sem starfa í landbúnaði sambærileg og samkeppnishæf við það sem almennt gerist á vinnumarkaði á Íslandi.
Þá leggur heimastjórn áherslu á að brýnt sé að aðgerðaáætlun styðji við að sem fyrst komi til framkvæmda leiðir til að styðja við kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði. Liður í því gæti verið að koma á búsetuskyldu á lögbýlum vegna uppkaupa og jarðasöfnunar aðila.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til sveitarstjórnar að taka málið til umfjöllunar á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?