Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023-2024

Málsnúmer 202312016

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 42. fundur - 06.12.2023

Fyrir liggur úthlutun almenns byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023 - 2024.

Enn á ný fær Borgarfjörður eystri lágmarksúthlutun sem er 15 tonn. Heimastjórn leggur til að ekki verði sérreglur vegna úthlutunar hans og þarf því ekki að aðhafast frekar.

Vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 44. fundur - 07.12.2023

Fyrir fundinum lá úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.

Heimastjórn leggur ekki til að sérreglur verði settar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 41. fundur - 07.12.2023

Fyrir fundinum lá úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.

Heimastjórn leggur ekki til að sérreglur verði settar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

Sveitarstjórn Múlaþings - 42. fundur - 13.12.2023

Fyrir liggur tilkynning frá matvælaráðuneytinu um hversu miklar aflaheimildir um byggðakvóta koma í hlut hvers byggðalags innan Múlaþings á fiskveiðiárinu 2023/2024 auk bókana heimastjórna Borgarfjarðar, dags. 06.12.2023, Djúpavogs og Seyðisfjarðar, dags. 07.12.2023 varðandi málið.

Til máls tóku: Pétur Heimisson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórnum Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar um að ekki verði sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023-2024. Ritara falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri við Matvælaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?