Fara í efni

Opnir fundir heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2024

Málsnúmer 202401003

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.02.2024

Til umræðu voru fyrirhugaðir opnir fundir heimastjórnar sem verða í apríl. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 07.03.2024

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að opnir íbúafundar á vegum heimastjórnarinnar verði haldnir um miðjan apríl og felur starfsmanni að undirbúa og auglýsa fundina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 04.04.2024

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu um opna samtalsfundi heimastjórnar á Fljótsdalshéraði í apríl.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að halda opna samtalsfundi á Fljótsdalshéraði á eftirfarandi tímum í apríl:
- Í Brúarási þriðjudaginn 16. apríl. klukkan 20.00 til 21.30.
- Í Fellaskóla miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17.00 til 18.30.
- Í Eiðar gistihúsi (gamla barnaskólanum) 17. apríl klukkan 20.00 til 21.30.
Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og eiga samtal við fulltrúa heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?