Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

43. fundur 08. febrúar 2024 kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Guðný Drífa Snæland varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dagsett 29. janúar 2024 um samfélagsverkefni heimastjórna 2024. Þar kemur m.a. fram að heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur kr. 4 milljónir til sérstakra samfélagsverkefna á árinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hvetur íbúa til að senda tillögur að verkefnum en upplýsingar um það má finna á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem einnig er hægt að senda inn hugmyndir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Opnir fundir heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2024

Málsnúmer 202401003Vakta málsnúmer

Til umræðu voru fyrirhugaðir opnir fundir heimastjórnar sem verða í apríl. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Leiðbeiningar m.a. um skipan sveitarstjórna, ritun fundagerða og fjarfundi sveitarstjórna

Málsnúmer 202110018Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi áherslur í 39. grein samþykktar um stjórn Múlaþings er snýr að framkvæmd fjarfunda m.a.

Lagt fram til kynningar.

4.Stefnumótun og greining varðandi skemmtiferðaskipakomur á Austurlandi

Málsnúmer 202208129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á niðurstöðum viðhorfskönnunar sem framkvæmd var í nóvember til desember 2023 meðal íbúa sveitarfélagsins, um komu skemmtiferðaskipa til Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

5.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 24.1.2024, ásamt með drögum að stjórnunar og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð og aðgerðaráætlun, til kynningar. Athugasemdarfrestur er til 17. mars 2024. Áætlunin er unnin af fulltrúum umhverfisstofnunar, fulltrúum landeigenda og fulltrúum Múlaþings. Meginmarkmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar er að leggja fram stefnu um verndun svæðisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til framtíðar, ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar því að nú liggi fyrir drög að stjórnunar og verndaráætlun og aðgerðaáætlun fyrir svæðið.

Heimastjórn beinir því til starfshóps um stjórnunar- og verndaráætlunina og Umhverfisstofnunar að salernisaðstaða og aðstaða fyrir landverði, fræðslustarfsemi og móttöku skólafólks verði tekin inn í þriggja ára aðgerðaráætlunina.

Heimastjórn hvetur íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér drögin sem finna má á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ósk um umsögn, matsskyldufyrirspurn, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202310060Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjunar í Gilsá í Eiðaþinghá. Niðurstaðan er sú að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Teknar eru fyrir umsagnir sem bárust við kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna frístundabyggðar við Eiða.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.1.2024:
Fyrir liggur minnisblað frá skipulagsráðgjafa um athugasemdir sem fram koma í umsögnum um tillöguna ásamt samantekt á þeim atriðum sem sveitarstjórn þarf að taka afstöðu til. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir afstöðu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar til fyrirliggjandi umsagna og þeirra álitaefna sem koma fram í niðurlagi minnisblaðs skipulagsráðgjafa.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að ganga frá umsögn í samræmi við umræður á fundinum og skila til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147Vakta málsnúmer

Teknar eru fyrir að nýju umsagnir sem bárust við auglýsingu nýs deiliskipulags smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls, ásamt minnisblaði frá ráðgjafa um viðbrögð við þeim í samræmi við bókun ráðsins frá 104. fundi.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.1.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði lagfærð til samræmis við minnisblað ráðgjafa og lögð fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir deiliskipulag smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Samráðsgátt. Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 202401124Vakta málsnúmer

Matvælaráðuneytið kynnir í Samráðsgátt drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu. Frestur til athugasemda er 14. febrúar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.1.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að vinna drög að umsögn í samráði við formann ráðsins auk þess að fá umsagnir frá heimastjórnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur í ljósi umfangs, hagsmuna og óvissu um ýmsa þætti málsins, mikilvægt að vanda umsögn sveitarfélagsins og leggur þvi til að m.a. verði leitað til lögmanns sveitarfélagsins við undirbúning og gerð umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að greinargerðum Jóns Jónssonar, lögmanns, vegna Brúnavíkur, Geitdalsafréttar, Njarðvíkur og Markúsarsels og Tunguhlíðar sem unnar hafa verið fyrir Múlaþing vegna krafna ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum.

Lagt fram til kynningar.
Guðný Drífa yfirgaf fundinn kl. 14.30, eftir dagskrárlið 7.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?