Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

45. fundur 04. apríl 2024 kl. 11:00 - 12:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Byggingarnefnd menningarhúss, Safnahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202211078Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Rúnar Matthíasson, á umhverfis- og framkvæmdasviði sem fór yfir stöðuna á framkvæmdum við Safnahúsið á Egilsstöðum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar Rúnari fyrir kynninguna.

2.Landbótasjóður 2024

Málsnúmer 202402065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð aðalfundur stjórnar Landbótasjóðs Norður Héraðs sem fram fór mánudaginn 7.2.2024. Einnig ársreikningur sjóðsins fyrir árið 2023. Á fundinn undir þessum lið mætti Þorvaldur P. Hjarðar formaður Landbótasjóðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar Þorvaldi fyrir greinargóða yfirferð á störfum Landbótasjóðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Fyrir liggja 17 hugmyndir að samfélagsverkefnum á Fljótsdalshéraði, frá íbúum sveitarfélagsins, en frestur til að skila inn slíkum hugmyndum var til 28.2.2024. Einnig liggur fyrir tillaga að vali verkefna og tilvísun verkefna til deilda sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá síðasta fundar heimastjórnar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að ganga frá tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Opnir fundir heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2024

Málsnúmer 202401003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu um opna samtalsfundi heimastjórnar á Fljótsdalshéraði í apríl.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að halda opna samtalsfundi á Fljótsdalshéraði á eftirfarandi tímum í apríl:
- Í Brúarási þriðjudaginn 16. apríl. klukkan 20.00 til 21.30.
- Í Fellaskóla miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17.00 til 18.30.
- Í Eiðar gistihúsi (gamla barnaskólanum) 17. apríl klukkan 20.00 til 21.30.
Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og eiga samtal við fulltrúa heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Björgvin Stefán Pétursson yfirgaf fundinn kl. 11:58, við umfjöllun um lið 2 Landbótastjóður 2024, en hann sat fundinn að öðru leyti.

Fundi slitið - kl. 12:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?