Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

44. fundur 07. mars 2024 kl. 13:00 - 15:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við drögin.

2.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Fyrir liggja 17 hugmyndir að samfélagsverkefnum á Fljótsdalshéraði, frá íbúum sveitarfélagsins, en frestur til að skila inn slíkum hugmyndum var til 28.2.2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að kostnaðarmeta hugmyndirnar sem verða svo teknar fyrir á næsta fundi heimastjórnar til ákvörðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Opnir fundir heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2024

Málsnúmer 202401003Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að opnir íbúafundar á vegum heimastjórnarinnar verði haldnir um miðjan apríl og felur starfsmanni að undirbúa og auglýsa fundina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Litlabakkanáma

Málsnúmer 202312253Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi efnistöku í Litlabakkanámu.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.2.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi umsókn en vísar henni til afgreiðslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 1. tölulið, 3 gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi efnistöku í Litlabakkanámu í samræmi við við 1. tölulið, 3 gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings og 14. grein Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár auglýst til umsagnar

Málsnúmer 202402162Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli, til umsagnar, dagsett 19.2. 2024. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024. Ein tillagan í framkvæmdaáætluninni varðar Húsey og Eyjasel á Úthéraði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ósk um umsögn, Ný akbraut á Egilsstaðaflugvelli

Málsnúmer 202402214Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun ósk um umsögn, dagsett 26.2.2024, vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu á grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, vegna nýrrar akbrautar á Egilsstaðaflugvelli.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir umsögn vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu á grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, vegna nýrrar akbrautar á Egilsstaðaflugvelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ósk um umsögn, Mat á umhverfisáhrifum, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202310060Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun ósk um umsögn, dagsett 28.2.2024, við kynningar matsáætlunar vegna Gilsárvirkjunar í Múlaþingi á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir umsögn við matsáætlun vegna Gilsárvirkjunar í Múlaþingi á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Landbótasjóður 2024

Málsnúmer 202402065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ársreikningur Landbótasjóðs fyrir 2023. ATH Er búinn að kalla eftir fundargerð frá Þorvaldi Hjarðar.

Frestað til næsta fundar.

9.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2. 2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreings um eignarréttarlegrar stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarrétarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Því er beint til íslenska ríkisins að taka kröfugerð til almennrar endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar 2024

Málsnúmer 202402115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 14.2.2024, þar sem vakin er athygli á að ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar verður haldinn 21. mars 2024.

Lagt fram til kynningar.

11.Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu - Ósk um ábendingar og tillögur

Málsnúmer 202402223Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar erindi frá Landi og skógi þar sem óskað er eftir ábendingum og tillögum vegna fyrirhugaðrar vinnu við endurskoðun á stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 4.3.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi erindi verði lagt fram til kynningar hjá heimastjórnum Múlaþings en vísar því að öðru leiti til umfjöllunar hjá byggðaráði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að áfram verði stutt við landgræðslu, þar með talið skógrækt sem nú þegar er veigamikil atvinnugrein, og bætt í til að ná markmiðum um uppgræðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?