Fara í efni

Vatnsveitumál á Seyðisfirði

Málsnúmer 202402018

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 43. fundur - 08.02.2024

Aðalsteinn Þórhallsson frá HEF veitum sat fundinn undir þessum lið og fór yfir vatnsveitumálin,verklag og fleira.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar Aðalsteini fyrir komuna og góða yfirferð. Heimastjórn hvetur stjórn HEF veitna að kanna hvernig staðið hefur verið að verklagi og ástæður bilunar í búnaði neysluvatns svo hægt sé að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 10:00

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 46. fundur - 02.05.2024

Aðalsteinn Þórhallsson frá HEF veitum sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála varðandi m.a. verklag á upplýsingargjöf og eftirliti í vatnsveitumálum Seyðfirðinga, í kjölfar þess að blóðvatni var dælt inn á vatnslögn út með Strönd.

Heimastjórn vill hvetja HEF veitur til að setja upp skilvirkt upplýsingakerfi fyrir notendur. Heimastjórn þakkar Aðalsteini fyrir komuna og góða yfirferð.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 09:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?