Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

46. fundur 02. maí 2024 kl. 08:30 - 13:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bókun byggðaráðs dags.23. apríl sl. þar sem því er beint til heimastjórna að taka til umjöllunar hellstu áherslur sínar vegna fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028 og komi þeim á framfæri til viðkomandi fagráða.

Heimastjórn fór yfir drög af verkefnalista frá fulltrúa sveitarstjóra og bæjarverkstjóra Seyðisfjarðar og samþykkir að fela fulltrúa sveitarstjóra að koma þeim lista til viðkomandi fagráða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Beiðni um umsögn vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarða um sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Málsnúmer 202403234Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Matvælastofnun dags. 26.03.2024 um umsögn vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarðar um sjókvíeldi í Seyðsfirði

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Formanni falið að skila inn fyrirliggjandi umsögn

Samþykkt með 2 atkvæðum einn á móti (JHG).

Jón Halldór Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Matvælastofnun hefur óskað eftir umsögn Múlaþings vegna fyrirliggjandi umsóknar Laxeldis Austfjarða um rekstrarleyfi á sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Nánar tiltekið er spurt hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði gefi tilefni til neikvæðra vistfræði og erfðafræðilegra áhrifa sem leitt geti af leyfisskyldri starfsemi. Undirritaður er þeirrar skoðunar fyrirhugað laxeldi hafi töluverð og jafnvel mjög mikil vistfræðileg áhrif á lífríkið í Seyðisfirði. Óvissan um það er það mikil, að það eitt og sér ætti að koma í veg fyrir útgáfu leyfis fyrir svo viðamikið sjókvíaeldi. Lífæð Seyðisfjarðar er fjörðurinn, höfnin og hafnsækin starfsemi. Og einnig á seinni árum ferðamennska, menningararfur og náttúruupplifun gesta. Umsvifa mikið sjókvíaeldi getur ekki farið vel saman með þessum þáttum og einnig ætti sveitarstjórn að staldra við vegna mikillar andstöðu heimamanna við laxeldið í Seyðisfirði. Í Skálanesi er náttúru og fræðasetur sem grundvallast á dýralífi og náttúrufegurð. Sú starfsemi og uppbyggingin á þeim stað, skapar aðdráttrarafl ferðamanna yfir sumartímann og fræðamanna lengri tíma árs. Ég tel að sjókvíaeldi hafi neikvæð áhrif á atvinnulíf á Seyðisfirði og mjög neikvæða breytingu á ímynd byggðarlagsins. Við blasir að sjókvíaeldið hefur neikvæð áhrif á siglingaöryggi í firðinum. Í umfjöllun um sjókvíaeldi á Íslandi hefur verið gagnrýnt að sveitarfélög hafa engar beinar tekjur af fiskeldi í sjó, sveitarfélög hafa takmarkaða aðkomu að skiplagsmálum í sjó í sínu landi og sjókvíaeldi greiðir engin auðlindagjöld, eins og ákall er um, að atvinnugreinar sem nýta sameiginlegar náttúruauðlindir landsmanna geri. Nú berast fréttir af frumvarpi um lagareldi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Athygli vekur að í þeirri mynd sem frumvarpið kom fram, eru engin ákvæði um umbætur á þessum atriðum. Þó ekki væri nema af þessum ástæðum ætti Heimastjórn Seyðisfjarðar að álykta gegn veitingu leyfis til laxeldis í Seyðisfirði. Ég geri mér grein fyrir því að flest atriðin, sem hér hefur verið tæpt á, eru ekki vistfræðileg og erfðafræðileg atriði málsins. En mitt mat er að ekki sé unnt annað en að benda á að í veigamiklum atriðum er svo margt annað neikvætt við fyrirhugaða starfsemi, sem ekki verðu litið fram hjá. Að öllu samanlögðu legg ég til að Heimastjórn Seyðisfjarðar skori á sveitarstjórn Múlaþings að veita neikvæða umsögn vegna fyrirliggjandi rekstrarleyfis um sjókvíaeldi í Seyðisfirði.

3.Strætisvagn við Meyjarskemmu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202404058Vakta málsnúmer

Stefán Aspar Verkefnastjóri umhverfismála kom inn á fundinn undir þessum lið.
Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur fyrirspurn dags 9. apríl 2024 frá Jóni Halldóri Guðmundssyni, fyrir hönd Jóhanns Björns Sveinbjörnssonar fulltrúa félags eldri borgara á Seyðisfirði um hvort hægt sé að láta fjarlægja strætisvagn sem stendur á svæðinu milli Öldutúns og Meyjarskemmu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Stefáni Aspar fyrir greinagóð svör og felur fulltrúa sveitarstjóra að koma upplýsingum á framfæri við fyrirspyrjanda.
Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:35

4.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning frá Óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja, dagsett 11.4.2024. Þar kemur m.a. fram að "Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.

Verði endurskoðun á kröfum ríkisins ekki lokið innan hæfilegs tíma fyrir 2. september kemur til greina af hálfu nefndarinnar að framlengja frestinn frekar til að tryggja að landeigendum gefist nægur tími til viðbragða. Nefndin hefur hins vegar lagt ríka áherslu á það við fjármála- og efnahagsráðherra að boðaðri endurskoðun ráðherra á kröfunum verði hraðað eins og kostur er svo að afstaða ríkisins liggi fyrir sem allra fyrst, enda hafa fjölmargir landeigendur þegar hafið vinnu við að bregðast við upphaflegri kröfugerð ríkisins."

Lagt fram til kynningar.

5.Innsent erindi, yfirlögn og lagfæring í Brattahlíð

Málsnúmer 202404101Vakta málsnúmer

Fyrir liggur innsent erindi dags. 14.apríl sl. frá Þorvaldi Jóhannssyni þar sem óskað er eftir að farið verði í yfirlögn og lagfæringu á götu Brattahlíð Seyðisfirði.

Málið hefur hlotið umfjöllun á 114. fundi umhverfis- og framkvæmdaráði þann 22. apríl síðastliðinn þar sem bent var á að samkvæmt forgangsáætlun í gatnagerð á Seyðisfirði verður ekki unnið við Brattahlíð í ár.

Við upphaf þessara liðar vék IÞ af fundi við umræður og afgreiðslu þessa máls vegna tengsla við málsaðila.

Heimastjórn þakkar fyrir erindið en í ljósi þess að málið hefur hlotið afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs er það lagt fram til kynningar. Heimastjórn bendir á að umrætt verkefni er og hefur verið á verkefnalista heimastjórnar. Sá verkefnalisti er hugsaður sem áhersluverkefni við gerð framkvæmdaáætlunar.

Lagt fram til kynningar

6.Tjaldsvæði á Seyðisfirði, staðsetning

Málsnúmer 202404034Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bókun frá Umhverfis-og framkvæmdaráði þar sem staðsetning á nýju tjaldsvæði á Seyðisfirði er vísað til heimastjórnar til umfjöllunar. Einnig liggur fyrir fundinum erindi frá Sævari E. Jónssyni dags. 01.05.2024 og Gunnari Gunnarssyni dags. 02.05.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þeirra ábendinga sem lágu fyrir fundinum felur heimastjórn formanni og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að funda með lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um stöðuleyfi fyrir stýrishús, Ferjuleiru 2, 710

Málsnúmer 202404201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um stöðuleyfi dags. 22. apríl 2024 fyrir torgsöluhús að Ferjuleiru 2-6. Farið er fram á umsögn heimastjórnar vegna afgreiðslu stöðuleyfis fyrir torgsölu hús til lengri tíma en tveggja mánuða. Vísað er til umóknar og gagna málsins varðandi opnunartíma og fl. Eggert Már Sigtryggsson Þjónustufulltrúi umhverfis-og framkvæmdamála sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn á Seyðisfirði gerir ekki athugasemdir við að Monika Frycova verði veitt stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi við Ferjuleiru 2 í allt að 1 ár. Heimastjórn bendir á að stöðuleyfisumsókn gefur ekki vilyrði fyrir fjáraðstoð sveitarfélagsins við flutning né uppsetningu Stýrishúss á nýjum stað. Umsækjenda er bent á menningarstyrki svo sem Uppbyggingarsjóð Austurlands eða menningarstyrki Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Eggert Már Sigryggsson - mæting: 10:10

8.Vatnsveitumál á Seyðisfirði

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Aðalsteinn Þórhallsson frá HEF veitum sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála varðandi m.a. verklag á upplýsingargjöf og eftirliti í vatnsveitumálum Seyðfirðinga, í kjölfar þess að blóðvatni var dælt inn á vatnslögn út með Strönd.

Heimastjórn vill hvetja HEF veitur til að setja upp skilvirkt upplýsingakerfi fyrir notendur. Heimastjórn þakkar Aðalsteini fyrir komuna og góða yfirferð.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 09:30

9.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir málsliðnum. JB gerði grein fyrir vanhævi sínu, opnuð var mælendaskrá og var tillagan síðan tekin til afgreiðslu. Vanhæfistillagan var samþykkt samhljóða og fól JB Margréti Guðjónsdóttur stjórn fundarins. Í framhaldi vék JB af fundi við umræðu og afgreiðslu máls.

Fyrir liggja fundagerðir dags.12.04.2024 og 24.04.2024. auk tillögu að framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði frá samráðshópnum.

Margrét Guðjónsdóttir fór yfir fundagerðirnar, tillögur samráðshópsins og svaraði fyrirspurnum. Heimastjórn lýsir yfir ánægju með framkomnar tillögur sem eru jafnframt enn í vinnslu hjá hópnum í samstarfi við Síldarvinnsluna og fleiri aðila.

10.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir ýmis verkefni og stöðu mála.

Gamla ríkið: Gamla ríkið er farið í útboð og frestur til að skila inn tilboðum er til föstudagsins 14. maí kl.11.

Klæðning Herðubreiðar: Útboð vegna klæðningar á Herðubreið er á síðustu metrunum og er vænst þess að hægt verði að setja út auglýsingu í næstu viku.

Samfélagsverkefni: Verið er að panta vatnspóst/drykkjastöð sem fer upp á leiksvæði bæjarins við fyrsta tækifæri. Hvað varðar skiptingu á undirlagi á leikvellinum, þá er það enn í vinnslu.

Stafdalur: Núna 4. maí er Akstursfélagið Start að halda bikarmót í SnoCrossi í Stafdal. Keppendur verða um 40 -50 og keyrður er barnaflokkur, kvennaflokkur, óvanir og vanir. Áhugasamir hvattir til að mæta.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?