Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

43. fundur 08. febrúar 2024 kl. 08:30 - 12:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Gestir á þessum fundi komu inn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Sveinn Sveinsson svæðistjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar sátu fundinn undir þessum lið og svöruðu spurningum fulltrúa í heimastjórn varðandi Fjarðarheiðargöng.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir gott samtal um mögulega tímalínu framkvæmda í tengslum við gerð Fjarðarheiðargangna.
Heimastjórn minnir á mikilvægi þess að hefja framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng sem fyrst enda bíða öll önnur möguleg jarðgangnaverkefni á landinu á meðan ekki er hafist handa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sveinn Sveinsson svæðistjóri Vegarðarinnar á Austurlandi og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegarðarinnar - mæting: 09:30

2.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála varðandi fjarvarmaveitu Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar Birni kærlega fyrir komuna og upplýsingarnar og leggur til að málið verði kynnt íbúum á komandi íbúafundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 09:05

3.Stefnumótun og greining varðandi skemmtiferðaskipakomur á Austurlandi

Málsnúmer 202208129Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri sat fundinn undir þessum lið fór yfir samantekt á viðhorfskönnun íbúa í Múlaþingi til komu skemmtiferðaskipa og breytingar á stefnumörkun hafnanna. Breytingin snýr að því að setja hámarksfjölda á komu farþega með skemmtiferðaskipum í höfnum Múlaþings en hámarksfjöldi farþega á degi hverjum er nú 3500 á Seyðisfirði samkvæmt bókun umhverfis-og framkvæmdaráðs frá 106.fundi

Heimastjórn fagnar því að íbúar telji almennt jákvæð áhrif vera af komum skemmtiferðaskipa og telur hámarksfjölda á dag vera hæfilegan. Heimastjórn
hvetur hafnarstjórn að vinna að því úrbótum á innviðum svo sem merkingum á salernisaðstöðu, uppbyggingu göngustíga að Gufufossi sem og öðrum þeim þáttum sem fram koma í könnuninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 09:40

4.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu fundagerðir samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði,dags.15.01.og 05.02.2024.
Margrét Guðjónsdóttir heimastjórnamaður sem situr jafnframt í samráðhóp, fór yfir stöðu mála og svaraði framlögðum spurningum.

Lagt fram til kynningar.

5.Vatnsveitumál á Seyðisfirði

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Aðalsteinn Þórhallsson frá HEF veitum sat fundinn undir þessum lið og fór yfir vatnsveitumálin,verklag og fleira.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar Aðalsteini fyrir komuna og góða yfirferð. Heimastjórn hvetur stjórn HEF veitna að kanna hvernig staðið hefur verið að verklagi og ástæður bilunar í búnaði neysluvatns svo hægt sé að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 10:00

6.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Steingrímur Jónsson verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála vegna Herðubreið. Umhverfis- og framkvæmdaráð lagði til á 107.fundi sínum, að í ljósi þess að útboð á múrviðgerðum hússins hafi ekki skilað tilætluðum árangri, verði horfið frá þeim áformum og horft til þess að klæða húsið. Ráðið vísaði málinu til umfjöllunar hjá heimastjórn Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þessa samþykkir heimastjórn tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að haldið verði áfram með áform um að klæða Herðubreið en leggur áherslu á að klæðningin verði ekki með sýnilegum festingum. Heimastjórn leggur til að hugmyndirnar verði kynntar á komandi íbúafundi heimastjórnar. Heimastjórn þakkar Steingrími Jónssyni fyrir greinagóða yfirferð

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 10:40

7.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 29. janúar um samfélagsverkefni heimastjórna 2024.

"Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna. Skipting fjármuna verður óbreytt frá fyrra ári þegar heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fengu 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn lýsir ánægju með verkefnið og mun taka málið upp aftur á næsta fundi. Fram að því mun heimastjórn kalla eftir hugmyndum íbúa um heppileg verkefni. Hugmyndin snýr að minni framkvæmdaverkefnum á umhverfis- og skipulagssviði t.d. setja upp bekki, gera göngustíga, skreytingar, leiktæki o.þ.h. Senda má hugmyndir inn á heimasíðu Múlaþings eða skila hugmyndum bréfleiðis á skrifstofu Múlaþings á Seyðisfirði, bt. fulltrúi sveitarstjóra fyrir 28. febrúar nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Samráðsgátt. Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 202401124Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 29. janúar vegna reglugerðar um sjálfbæra landnýtingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir athugasemdir við ýmsa þætti í drögum að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Fulltrúa sveitarstjóra falið að koma ábendingum heimastjórnar, í samræmi við umræður á fundinum, á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsagnarbeiðni um 521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)

Málsnúmer 202402013Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til umsagnar 521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Lagt fram til kynningar.

10.Leiðbeiningar m.a. um skipan sveitarstjórna, ritun fundagerða og fjarfundi sveitarstjórna

Málsnúmer 202110018Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi áherslur í 39. grein samþykktar um stjórn Múlaþings er snýr að framkvæmd fjarfunda m.a.

Lagt fram til kynningar.

11.Íbúafundur heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá að ákveða dagsetningu íbúafundar sem fyrirhugaður er að halda á Seyðisfirði í febrúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir að íbúafundur fari fram í Herðubreið 21. febrúar nk. Íbúar kvattir til að mæta til að fá upplýsingar og gott spjall. Starfsmanni falið að auglýsa fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs: Búið er að opna fyrir styrkumsóknir íþrótta-og tómstundastarfa, er fresturinn til og með 15.mars 2024. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Múlaþings.

Höfnin: Framundan eru framkvæmdir m.a. í að bæta aðgengi á höfninni. Merkja á t.d. rútubílastæði, setja upp skilti og breyta Ferjuleiru í einstefnugötu.

Sala húsa: Stefnt er að því að setja Hafnargötu 40b á sölu í næstu viku. Auglýsing varðandi söluna mun birtast í Dagskránni og á heimasíðu Múlaþings í næstu viku.

Tjaldsvæðið: Samþykkt hefur verið að endurnýja samning (til eins árs) við Landamerki sem hafa séð um rekstur tjaldsvæðisins með ágætum síðustu 3 ár.


List í ljósi: Sólarhátíðin List í Ljósi fagnar nú koma sólarinnar í níunda skiptið núna um helgina. Mikil eftirvænting og gleði er í bænum vegna þessarar hátíðar sem Seyðifirðingar er mjög stoltir af. Er fólk kvatt til að slökkva öll ljós og þá sérstaklega útiljós og jólaljós hjá sér á meðan á hátíðinni stendur.

Nýlega fór fram fyrri úthlutun á menningarstyrkjum Múlaþings 2024. Verkefni sem tengjast Seyðisfirði og fengu styrk eru eftirfarandi:
Ra Tack
Residency for LGBTQIA artists and activists at Heima.

Bláa kirkjan sumartónleikar
Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2024

Skaftfell
Miðsumarhátíð á Seyðisfirði

Sigríður Matthíasdóttir
Stutt heimildamynd um ævi og störf seyðfirsku mæðgnanna og kvenréttindafrömuðanna Sigríðar
Þorsteinsdóttur og Ingibjargar Skaptadóttur

Tækniminjasafn Austurlands
Hæðarlínusandkassi

Ráðhildur Sigrún Ingadóttir
Flæði

Tækniminjasafn Austurlands
Hljóðleiðsögn um sýninguna „Búðareyri - saga umbreytinga“

Jón Sigfinnsson
Vættir Íslands

Juan Jose Ivaldi Zaldivar
Panoramic photography of Austurland

Lasse Hogenhof Christensen
Seydisfjordur Community Radio -- sounds from the margin

Ströndin Atelier ehf.
Rúnta photography workshop

Björt Sigfinnsdóttir
Þróun lista- og menningartengdra minjagripa fyrir Seyðisfjörð/ Austurland

Apolline Alice Penelope Barra
Fiskisúpa - Ljósmyndasósa 2024

Apolline Alice Penelopoe Barra
The CONTAINER

Skaftfell
Prentvélar, flutningur á prentvélum til Seyðisfjarðar

Gaman er að sjá hve gróskumikið starf er hér á Seyðisfirði og er styrkþegum óskað innilega til hamingju.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?