Fara í efni

Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu - Ósk um ábendingar og tillögur

Málsnúmer 202402223

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110. fundur - 04.03.2024

Lagt er fram til kynningar erindi frá Landi og skógi þar sem óskað er eftir ábendingum og tillögum vegna fyrirhugaðrar vinnu við endurskoðun á stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi erindi verði lagt fram til kynningar hjá heimastjórnum Múlaþings en vísar því að öðru leiti til umfjöllunar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 07.03.2024

Lagt er fram til kynningar erindi frá Landi og skógi þar sem óskað er eftir ábendingum og tillögum vegna fyrirhugaðrar vinnu við endurskoðun á stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 4.3.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi erindi verði lagt fram til kynningar hjá heimastjórnum Múlaþings en vísar því að öðru leiti til umfjöllunar hjá byggðaráði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að áfram verði stutt við landgræðslu, þar með talið skógrækt sem nú þegar er veigamikil atvinnugrein, og bætt í til að ná markmiðum um uppgræðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 111. fundur - 19.03.2024

Fyrir liggur erindi frá Landi og skógi þar sem óskað er eftir ábendingum og tillögum vegna fyrirhugaðrar vinnu við endurskoðun á stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt. Einnig liggja fyrir bókanir frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.03.2024, og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 07.03.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og leggur áherslu á að, við endurskoðun á stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt, verði áfram stutt við landgræðslu, þar með talið skógrækt sem nú þegar er veigamikil atvinnugrein, og bætt verði þar í til að ná markmiðum um uppgræðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?