Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

110. fundur 04. mars 2024 kl. 08:30 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Skipulagsfulltrúi (SJ) sat fundinn undir liðum nr. 7-11.

1.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir helstu verkefni líðandi stundar.

Lagt fram til kynningar.

2.Fiskeldissjóður, umsóknir 2024

Málsnúmer 202402192Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja gögn vegna umsóknar í Fiskeldissjóð fyrir árið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi umsókn í Fiskeldissjóð og vísar málinu til heimastjórnar Djúpavogs til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

3.Útboð á hirðu úrgangs við heimili í Múlaþingi

Málsnúmer 202301159Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála fylgir eftir minnisblaði um stöðu útboðs á hirðu úrgangs í Múlaþingi.

Málið er áfram í vinnslu og verður lagt fyrir ráðið að nýju.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:05

4.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Á 107. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs var verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna drög að umsögn um drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Dyrfjöll og Stórurð, auk aðgerðaráætlunar. Framlögð eru drög að athugasemdum við ofangreinda áætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar athugasemdir og felur verkefnastjóra umhverfismála að koma þeim á framfæri.

Samþykkt samhljóða.

5.Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu - Ósk um ábendingar og tillögur

Málsnúmer 202402223Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar erindi frá Landi og skógi þar sem óskað er eftir ábendingum og tillögum vegna fyrirhugaðrar vinnu við endurskoðun á stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi erindi verði lagt fram til kynningar hjá heimastjórnum Múlaþings en vísar því að öðru leiti til umfjöllunar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

6.Vegagerðin, staða framkvæmda í Múlaþingi

Málsnúmer 202303039Vakta málsnúmer

Svæðisstjóri og deildarstjóri tæknideildar Austursvæðis Vegagerðarinnar kynntu þær nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni sem fyrirhuguð eru á árinu.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sveinn Sveinsson og Jón Valgeir Sveinsson - mæting: 10:13

7.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagstillaga til auglýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs fyrir frístundasvæði á Eiðum. Tillagan hefur verið uppfærð í samræmi við minnisblað og bókun ráðsins frá 108. fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá (ÁHB).

8.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, athafna- og hafnarsvæði

Málsnúmer 202110146Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 fyrir nýtt athafna- og hafnarsvæði við Innri Gleðivík og nýja vegtengingu við Þjóðveg 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa því til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

9.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Í upphafi máls nr. 9 vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir liðum 9 og 10 sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar ÞB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu beggja mála.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði Seyðisfjarðar og nýtt safnasvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

10.Deiliskipulag, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106146Vakta málsnúmer

Í upphafi máls nr. 9 vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir liðum 9 og 10 sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar ÞB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu beggja mála.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga breytinga á gildandi deiliskipulagi Hafnasvæðis, Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar. Megin markmið breytinganna er að auka athafnarými hafnarinnar með greiðu aðgengi að hafnarkanti og tryggja öruggt svæði fyrir uppbyggingu Tækniminjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa því til heimastjórnar Seyðisfjarðar að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

11.Deiliskipulag, Hafrafell Merkjadalur

Málsnúmer 202103163Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar nýs deiliskipulags vegna frístundabyggðar fyrir 10 lóðir: Merkjadalur í landi Hafrafells 1. Brugðist hefur verið við athugasemdum sem bárust við kynningu vinnslutillögu í fyrirliggjandi gögnum. Jafnframt liggur fyrir ný umsögn Vegagerðarinnar og viðbrögð málsaðila við þeirri umsögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst ekki á þá vegtengingu við þjóðveg 1 sem tilgreind er í skipulagstillögunni, með tilliti til öryggissjónarmiða enda sé slysatíðni á þessum vegkafla þekkt. Ráðið leggur til að skoðað verði með tengingu frá Hafrafellsvegi.

Samþykkt samhljóða.

12.Aðalskiplag Vopnafjarðarhrepps 2040, heildarendurskoðun

Málsnúmer 202111070Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni við vinnslutillögu endurskoðunar á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2040, mál nr. 196/2024 í Skipulagsgátt. Umsagnarfrestur er til og með 3. apríl 2024.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?