Fara í efni

Innsent erindi, Rúnagarður

Málsnúmer 202403050

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 114. fundur - 22.04.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Sergiy Gontar um afnot af landi við Hafnargötu 33 á Seyðisfirði þar sem hann hyggst koma upp Rúnagarði.

Máli frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 116. fundur - 06.05.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn um lóð undir Rúnagarð á Seyðisfirði.
Umrætt svæði við Hafnargötu 33 á Seyðisfirði er skilgreint í aðalskipulagi fyrir hafnsækna starfsemi auk þess sem það tilheyrir hættusvæði B með tilliti til ofanflóða. Fyrirhuguð starfsemi myndi falla í landnotkunarflokk fyrir afþreyingar- og ferðamannsvæði og er ekki í samræmi við skilmála aðalskipulags. Ekki hefur verið tekin afstaða til framtíðarnýtingar alls svæðisins í kjölfar aurskriðanna sem féllu 2020.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til heimastjórnar Seyðisfjarðar að taka til umfjöllunar framtíðarnýtingu svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur bókun frá umhverfis-og framkvæmdaráði, dags. 6. maí. 2024, þar sem heimastjórn er falið að fjalla um framtíðarnýtingu á svæði Búðareyrinnar og að taka afstöðu til beiðni um nýtingu á lóð við Hafnargötu 33.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar getur ekki fallist á að úthluta umræddri lóð til uppbyggingar nýrrar atvinnustarfsemi líkt og lýst er í verkefnalýsingu og flokka mætti sem afþreyingar- og ferðaþjónustustarfsemi. Heimastjórn telur að umrætt svæði ætti að nýtast sem útvistarsvæði.

Heimastjórn óskar hér með eftir því við umhverfis- og framkvæmdaráð að við gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings verði framtíðarnýting svæðisins tekin til umræðu, á forsendu núverandi hættumats auk mats Veðurstofu Íslands á mögulegum vörnum ofan Búðareyrar og út fjörðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?