Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

116. fundur 06. maí 2024 kl. 10:00 - 13:15 í fundarsal KHB, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Samtal við heimastjórnir

Málsnúmer 202405026Vakta málsnúmer

Til fundar komu fulltrúar heimastjórnar Borgarfjarðar auk fulltrúa sveitarstjóra þar sem farið var yfir stöðu einstakra mála.

Gestir

  • Alda Marín Kristinsdóttir - mæting: 10:50
  • Eyþór Stefánsson - mæting: 10:50
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson - mæting: 10:50
  • Jón Þórðarson - mæting: 10:50

2.Útboð, Fjarðarborg, frágangur utanhúss og breytingar á burðarvirki.

Málsnúmer 202312183Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu framkvæmda við Fjarðarborg.

3.Ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða

Málsnúmer 202405006Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur ályktun, dags. 29. apríl 2024, frá foreldraráði Hádegishöfða vegna gardína á leikskólanum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið. Málið er í vinnslu hjá framkvæmda- og umhverfismálastjóra og stefnt að úrbótum á næstu vikum.

Samþykkt samhljóða.

4.Umsókn um afnot af landi fyrir matjurtaræktun, Langitangi

Málsnúmer 202405008Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá HEIMA, menningaresidensíu á Seyðisfirði, þar sem óskað er eftir afnotum af landi við Langatanga undir matjurtaræktun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindi. Svæðinu verði skilað í sama ástandi og það er nú í, eða samkvæmt samkomulagi, þegar eftir því verður óskað.

Samþykkt samhljóða.

5.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til umfjöllunar hugmynd, sem send var inn af tilefni samfélagsverkefni heimastjórna, um stofnun almenningsgarðs/skrúðgarðs í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en telur ekki forsendur til að taka lóðina við Lagarbraut 5 undir almenningsgarð/skrúðgarð. Ráðið felur verkefnastjóra umhverfismála og garðyrkjustjóra að skoða grænt svæði meðfram útivistarstíg ofan við Lagarbraut 7 og að Fjóluhvammi með tilliti til þeirra hugmynda sem koma fram í erindinu.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um byggingarheimild, Múli 1A, 766,

Málsnúmer 202404230Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna byggingar bogaskemmu í landi Múla 1a(L225072). Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um byggingarheimild, Grund 2, 721,

Málsnúmer 202404233Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna viðbyggingar við íbúðarhús í landi Grundar 2 (L157246). Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um byggingarleyfi, Bakkavegur 5, 720,

Málsnúmer 202403156Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi vegna byggingu íbúðarhúss á lóðinni Bakkavegur 5 (L219800) á Borgarfirði.
Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til heimildar um frávik frá skipulagsskilmálum deiliskipulags.
Gildandi deiliskipulag íbúðabyggðar við Bakkaveg er frá árinu 2021 en þar er gert ráð fyrir að á óbyggðum lóðum sé nýtingarhlutfall á bilinu 0,2-0,4 auk þess að í þeim tilvikum sem um risþak sé að ræða verði þakhalli að lágmarki 30°.
Samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum verður nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,11 og þakhalli fyrirhugaðrar byggingar 15°.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt byggir ákvörðun ráðsins á því að sambærilegt nýtingarhlutfall og þakhalli er á aðliggjandi fasteignum og lóðum.

Samþykkt samhljóða.

9.Rúnagarður

Málsnúmer 202403050Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn um lóð undir Rúnagarð á Seyðisfirði.
Umrætt svæði við Hafnargötu 33 á Seyðisfirði er skilgreint í aðalskipulagi fyrir hafnsækna starfsemi auk þess sem það tilheyrir hættusvæði B með tilliti til ofanflóða. Fyrirhuguð starfsemi myndi falla í landnotkunarflokk fyrir afþreyingar- og ferðamannsvæði og er ekki í samræmi við skilmála aðalskipulags. Ekki hefur verið tekin afstaða til framtíðarnýtingar alls svæðisins í kjölfar aurskriðanna sem féllu 2020.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til heimastjórnar Seyðisfjarðar að taka til umfjöllunar framtíðarnýtingu svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

10.Ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Austurlands 2023

Málsnúmer 202405010Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2023.

11.Ný Lagarfljótsbrú

Málsnúmer 202110106Vakta málsnúmer

Að beiðni fulltrúa í ráðinu (BVW) er tekin til umræðu staðsetning og lega nýrrar Lagarfljótsbrúar.

Fulltrúi M-listans (BVW) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að nú þegar verði hafin vinna við að staðsetja nýja Lagarfljótsbrú samkvæmt meðfylgjandi tillöguuppdrætti (fylgiskjal 1) og jafnframt að aðlaga þjóðveg eitt að breyttu skipulagi.

Felld með 5 atkvæðum, 1 (ÁHB) situr hjá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir samtali við Vegagerðina um leiðarval vegna nýrrar Lagarfljótsbrúar um leið og ný samgönguáætlun verður samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúi M-listans (BVW) leggur fram eftirfarandi bókun:
Vegur yfir Lagarfljót er löngu komin á það stig að þurfa í gagngera uppfærslu. Það er undangengnum sveitastjórnum til háborinnar skammar að hafa ekki fyrir löngu lagt fram endanlega útfærslu á þessari mikilvægu tengingu norður í land. Enn draga sveitastjórnarmenn lappirnar. Þessi afgreiðsla er í takt við yfirþyrmandi skammsýni meirihlutans, þar sem einskis nýtur braggi fær meiri athygli en að samgöngur séu íbúum og atvinnulífi til gagns.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?