Fara í efni

Umsókn um lóð, Fjóluhvammur 4

Málsnúmer 202412196

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 143. fundur - 10.03.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingarlóð við Fjóluhvamm 4 (L198816) í Fellabæ ásamt beiðni um heimild til að víkja frá skipulagskilmálum gildandi deiliskipulags. Fyrirhugað er að reisa á lóðinni einbýlishús með eftirfarandi frávikum frá deiliskipulagi:
1) Hækkun á gólfkóta úr 33,7 í 34,9
2) Bygging út fyrir byggingarreit; íbúðarhluti 4,05m og bílskúr 7,7m
3) Nýtingarhlutfall verður 0,23 í stað 0,16
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar málsaðila að leggja fram óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi
í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin verði grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Fjóluhvamm 1, 2 og 3, ásamt Smárahvammi 2, í samræmi við gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð. Málið verður tekið fyrir að nýju að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:50

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 148. fundur - 28.04.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ, vegna Fjóluhvamms 4, lauk þann 16. apríl sl. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til hennar.

Máli frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 150. fundur - 19.05.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ, vegna Fjóluhvamms 4, lauk þann 16. apríl sl. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til hennar.
Fyrir liggja drög að umsögn um framkomna athugasemd ásamt uppfærðum skipulagsuppdrætti, dags. 7. maí 2025, þar sem brugðist hefur verið við athugasemd um fjarlægð frá lóðamörkum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um framkomna athugasemd og felur skipulagsfulltrúa að koma henni á framfæri.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?