Málsnúmer 202412196Vakta málsnúmer
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingarlóð við Fjóluhvamm 4 (L198816) í Fellabæ ásamt beiðni um heimild til að víkja frá skipulagskilmálum gildandi deiliskipulags. Fyrirhugað er að reisa á lóðinni einbýlishús með eftirfarandi frávikum frá deiliskipulagi:
1) Hækkun á gólfkóta úr 33,7 í 34,9
2) Bygging út fyrir byggingarreit; íbúðarhluti 4,05m og bílskúr 7,7m
3) Nýtingarhlutfall verður 0,23 í stað 0,16
Gestir
- Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:50
Umhverfis- og framkvæmdaráð gagnrýnir ákvörðun stjórnvalda að skylda sveitarfélög til að safna textíl án þess að því fylgi nokkurt fjármagn. Umhverfis- og framkvæmdaráð telur brýnt að stjórnvöld innleiði greiðslur til sveitarfélaga vegna söfnunar á textíl til dæmis í formi úrvinnslugjalds eins og fyrir ýmsa aðra úrgangsflokka, sem verði afturvirkar til gildistöku laganna.
Ráðið bendir á að framleiðsla textíls er megnandi iðnaður og því mikilvægt að stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu hans til dæmis með því að mynda hagræna hvata og styðja við nýsköpun.
Umhverfis- og framkvæmdaráð skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að klára samtal sitt við ríkið um framkvæmd úrvinnslugjalds á textíl.
Samþykkt samhljóða.