Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

143. fundur 10. mars 2025 kl. 08:38 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Meðhöndlun textíls

Málsnúmer 202411072Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Framlagt til kynningar minnisblað um meðhöndlun textíls í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gagnrýnir ákvörðun stjórnvalda að skylda sveitarfélög til að safna textíl án þess að því fylgi nokkurt fjármagn. Umhverfis- og framkvæmdaráð telur brýnt að stjórnvöld innleiði greiðslur til sveitarfélaga vegna söfnunar á textíl til dæmis í formi úrvinnslugjalds eins og fyrir ýmsa aðra úrgangsflokka, sem verði afturvirkar til gildistöku laganna.
Ráðið bendir á að framleiðsla textíls er megnandi iðnaður og því mikilvægt að stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu hans til dæmis með því að mynda hagræna hvata og styðja við nýsköpun.

Umhverfis- og framkvæmdaráð skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að klára samtal sitt við ríkið um framkvæmd úrvinnslugjalds á textíl.

Samþykkt samhljóða.



Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:40

2.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 ásamt fylgigögnum.
Áheyrnarfulltrúi M-lista (BVW) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Vegna þess að skipulagskortin, sem tengjast Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045, eru ekki tilbúin fyrir fund UFR 10.3.2025 er lagt til að endanlegri afgreiðslu vinnslutillögunnar verði frestað þar til að gleggri mynd verði komin á aðalskipulagstillöguna alla.

Tillagan var felld með öllum greiddum atkvæðum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum er tengjast þéttbýlisuppdrætti fyrir Egilsstaði og Fellabæ, verði kynnt í Skipulagsgátt og á íbúafundum, til samræmis við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Afgreiðslu málsins vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

3.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum, vegtenging

Málsnúmer 202412073Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekið er fyrir að nýju erindi frá landeiganda að Unalæk þar sem óskað er eftir heimild til breytinga á vegtengingu í gildandi deiliskipulagi frístunda- og íbúðarsvæðis við Unalæk.
Málið var áður á dagskrá ráðsins 16. desember þar sem afgreiðslu máls var frestað þar til umsögn Vegagerðar lægi fyrir. Hún barst sveitarfélaginu loks þann 27. febrúar sl. og liggur fyrir ráðinu að taka erindi málsaðila til afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila landeiganda að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem umræddri vegtengingu að íbúðarsvæði er bætt inn. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar skipulagstillaga liggur fyrir, ásamt staðfestingu á því að óheimil vegtenging að Unalæk /lóð 4 hafi verið fjarlægð.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:40

4.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Melshorn

Málsnúmer 202502138Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá Sniddu, arkitektastofu fyrir hönd HEF veitna þar sem óskað er eftir heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi hreinsivirkis við Melshorn á Egilsstöðum. Breytingin felst í því að hámarkshæð bygginga verði 8,5 m í stað 7 m. Breytingin er á afmörkuðu svæði, víkur ekki frá notkun þess og er í samræmi við þá byggð sem fyrir er.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar og grenndarkynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með fyrirvara um jákvæða umsögn ISAVIA innanlandsflugvalla, fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi hreinsivirkis við Melshorn í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

5.Umsókn um lóð, Fjóluhvammur 4

Málsnúmer 202412196Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingarlóð við Fjóluhvamm 4 (L198816) í Fellabæ ásamt beiðni um heimild til að víkja frá skipulagskilmálum gildandi deiliskipulags. Fyrirhugað er að reisa á lóðinni einbýlishús með eftirfarandi frávikum frá deiliskipulagi:
1) Hækkun á gólfkóta úr 33,7 í 34,9
2) Bygging út fyrir byggingarreit; íbúðarhluti 4,05m og bílskúr 7,7m
3) Nýtingarhlutfall verður 0,23 í stað 0,16
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar málsaðila að leggja fram óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi
í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin verði grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Fjóluhvamm 1, 2 og 3, ásamt Smárahvammi 2, í samræmi við gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð. Málið verður tekið fyrir að nýju að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:50

6.Umsókn um byggingarheimild, Varða 5, 765

Málsnúmer 202502052Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi/heimild fyrir endurbyggingu bílskúrs á lóðinni Vörðu 5 (L159218) á Djúpavogi. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda Vörðu 7 og 8.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:57

7.Umhverfishönnun, Borgarfjörður, Leiksvæði við Fjarðarborg

Málsnúmer 202502042Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Lögð er fram til kynningar tillaga að skipulagi leiksvæðis við leik- og grunnskóla, sparkhöll og Fjarðarborg á Borgarfirði.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 10:00

8.Umsókn um landskipti, Langagerði vegstæði

Málsnúmer 202502222Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá úr landi Langagerði (L156918). Ný fasteign fær staðfangið Langagerði vegsvæði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 10:10

9.Umsókn um landskipti Mýnes

Málsnúmer 202502150Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um skráningu 4 nýrra landa í fasteignaskrá úr Mýnesi (L158098). Nýjar fasteignir fá staðföngin Mýnes 2, Hádegisholt 1, Hádegisholt 2 og Hádegisholt 3.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að aðkoma að nýrri íbúðarhúsalóð, Hádegisholt 1, verði frá Mýnesvegi (9423-01). Jafnframt skal tryggt að kvöð um aðgengi sé að landi vestan Hádegisholts 3.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 10:13

10.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að verklagi um snjómokstur á Öxi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að verklagsreglum um snjómokstur á Öxi og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma þeim á framfæri við Vegagerðina.
Umhverfis- og framkvæmdaráð fer fram á að Axarvegur verði hálkuvarinn. Reynslan hefur sýnt fram á mikilvægi þess á yfirstandandi vetri að Axarvegur sé þjónustaður í samræmi við F-reglu, en ekki G-reglu eins og nú, sérstaklega þegar Hringvegurinn lokast.

Samþykkt samhljóða.

11.Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2025

Málsnúmer 202503024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 1. fundi stjórnar Náttúrustofu Austurlands sem haldinn var 5. febrúar síðast liðinn.
Lagt fram til kynningar.

12.Upplýsingafundur með Landsvirkjun

Málsnúmer 202203090Vakta málsnúmer

Kynningu frestað til næsta fundar ráðsins, sem haldinn verður 17. mars

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?