Fara í efni

Akstur heimsends matar

Málsnúmer 202501160

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 122. fundur - 21.01.2025

Fyrir fundinum liggur minnisblað vegna útkeyrslu á matarbökkum.
Fyrir liggur að Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum hefur sagt upp akstri á heimsendum mat um helgar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Fjölskylduráð felur Félagsmálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 125. fundur - 18.02.2025

Fyrir liggur til kynningar samningur um akstur matarbakka.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 130. fundur - 22.04.2025

Samningur um akstur heimsends matar rennur út 30. apríl.
Jóhann Hjalti Þorsteinsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi, formaður bar upp tillögu um vanhæfi Jóhanns Hjalta og var hún felld.

Fjölskylduráð felur starfsmanni að gera áframhaldandi samning við núverandi þjónustuveitanda út árið 2025. Starfsmanni er einnig falið að leita eftir tilboðum fyrir þjónustuna fyrir árið 2026.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 149. fundur - 16.12.2025

Óskað var eftir tilboðum í útkeyrslu matarbakka um helgar og á rauðum dögum frá og með 1. mars 2026 til 29. febrúar 2028. Fyrir fundinum liggur minnisblað vegna aksturs heimsends matar.
Fjölskylduráð hafnar öllum tilboðum og felur starfsmanni að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 151. fundur - 27.01.2026

Óskað var eftir tilboðum í útkeyrslu matarbakka alla daga ársins frá og með 1. mars 2026 til 29. febrúar 2028. Tilboðsfrestur rann út kl. 12 þann 21. janúar síðastliðinn. Alls bárust níu tilboð.

Fjölskylduráð samþykkir tilboð lægstbjóðanda og felur sviðstjóra velferðar að ganga til samninga við viðkomanda aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?