Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

149. fundur 16. desember 2025 kl. 13:00 - 16:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
  • Dagný Erla Ómarsdóttir deildastjóri íþrótta og tómstunda
  • Helga Þórarinsdóttir deildastjóri í félagslegri ráðgjöf
Fundargerð ritaði: Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri

1.Fjölskyldustefna

Málsnúmer 202505160Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja drög að fjölskyldustefnu Múlaþings.
Við undirbúning stefnunnar voru haldnir íbúafundir, skólaþing og fundir með hagaðilum. Í framhaldi verður stefnan útfærð með mælanlegum markmiðum og aðgerðaáætlun sem endurskoðuð verður árlega.
Fjölskylduráð lýsir mikilli ánægju með stefnuna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2026

Málsnúmer 202510065Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er endurskoðun á 10 ára húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og liggur fyrir minnisblað með helstu breytingum sem áætlaðar eru á henni.
Lagt fram til kynningar.

3.Beiðni um styrk fyrir námskeið fyrir eldri borgara í tækjasal

Málsnúmer 202501150Vakta málsnúmer

Á 11. fundi öldungaráðs Múlaþings 29. september 2025 ítrekaði ráðið nauðsyn þess að haldið verði áfram með leiðsögn í tækjasal fyrir eldri borgara.
Fjölskylduráð bendir á að verið er að vinna að heildaráætlun um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. Samhliða þeirri vinnu er verið að bjóða uppá ýmiss konar heilsueflingu s.s. leikfimi, sundleikfimi og stólaleikfimi. Unnið er að útfærslu varðandi leiðsögn í tækjasal á nýju ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Akstur heimsends matar

Málsnúmer 202501160Vakta málsnúmer

Óskað var eftir tilboðum í útkeyrslu matarbakka um helgar og á rauðum dögum frá og með 1. mars 2026 til 29. febrúar 2028. Fyrir fundinum liggur minnisblað vegna aksturs heimsends matar.
Fjölskylduráð hafnar öllum tilboðum og felur starfsmanni að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Reglur fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 202511149Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti, á 169. fundi sínum þann 1. desember, drög að reglugerð um "Húsreglur fyrir leigjendur", með vísan í bókun þess sama ráðs frá 167. fundi undir máli 202502111.
Starfsmönnum á sviði framkvæmdamála var falið að vinna áfram með reglurnar og kynna í kjölfarið fyrir fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.

6.Sundlaug Djúpavogs, sauna

Málsnúmer 202511209Vakta málsnúmer

Á 169. fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs, þann 1. desember, samþykkti ráðið tillögu 2.1 samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði, að því gefnu að fjölskylduráð og heimastjórn Djúpavogs samþykki tillöguna.
Fyrir fjölskylduráði liggur að taka afstöðu um tillöguna.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Samstarf milli skíðasvæðanna Stafdals og Oddskarðs 2025-2026

Málsnúmer 202512087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur drög að samstarfssamningi milli Fjarðarbyggðar og Múlaþings um aðgangsstýringar- og vefsölukerfi fyrir sölu á skíðakortum í Stafdal og Oddskarði.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Skýrsla sviðsstjóra fjölskyldusviðs

Málsnúmer 202510102Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla sviðstjóra fjölskyldusviðs
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?