Fara í efni

Samgöngur og innviðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202501217

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggja áherslupunktar varðandi samgöngumál og innviðauppbyggingu í Múlaþingi sem lagðir voru fram á fundi sveitarstjóra, forseta sveitarstjórnar og formanni byggðaráðs á fundi með innviðaráðherra 22. janúar 2025.
Heimastjórn Borgarfjarðar ítrekar nauðsyn þess að vetrarþjónustu sé sinnt sjö daga vikunnar þegar aðstæður krefjast þess. Borgarfjörður er eini þéttbýlisstaður landsins með fleiri en 100 íbúa sem þurfa um fjallveg að fara fyrir margs konar þjónustu, hvar vetrarþjónustu er ekki sinnt daglega.
Hvað varðar almenningssamgöngur tekur heimastjórn ekki undir sjónarmið Vegagerðarinnar um að ferðir yfir Vatnsskarð eystra teljist innanbæjarakstur og skorar á Vegagerðina að tryggja að gerður verði aftur samningur um almenningssamgöngur milli Borgarfjarðar og Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggja áherslupunktar varðandi samgöngumál og innviðauppbyggingu í Múlaþingi sem lagðir voru fram á fundi sveitarstjóra, forseta sveitarstjórnar og formanni byggðaráðs á fundi með innviðaráðherra 22. janúar 2025.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 57. fundur - 07.02.2025

Fyrir liggja áherslupunktar varðandi samgöngumál og innviðauppbyggingu í Múlaþingi sem lagðir voru fram á fundi sveitarstjóra, forseta sveitarstjórnar og formanni byggðaráðs á fundi með innviðaráðherra 22. janúar 2025.
Heimastjórn leggur höfuðáherslu á að Axarvegur verði byggður upp sem heilsársvegur til að tryggja greiðar samgöngur milli Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs allt árið um kring sem og stytta akstursleiðir á milli Austurlands og höfuðborgarsvæðisins (stytting um 70 km.).

Mikilvægt er að framkvæmdir hefjist strax á þessu ári og að verkefninu verði áfangaskipt þannig að hægt verði að ljúka því á þremur árum.

Þjónustustig vegna vetrarþjónustu verði fært af þjónustuflokki 4 á þjónustuflokk 2 nú þegar og þar með verði greiðari samgöngur á milli byggðakjarna innan sveitarfélagsins tryggðar auk aðgengis að heilbrigðisþjónustu, brunavörnum og flugsamgöngum.

Heimastjórn bendir á að frá áramótum hafa komið upp 2 tilvik þar sem heilsársvegur og alvöru vetrarþjónusta hefðu tryggt samgöngur til og frá Djúpavogi á meðan allar aðrar leiðir hafi verið lokaðar t.d. vegna snjóflóðahættu á Fagradal.

Jafnframt vill heimastjórn benda á að núna þegar þessi fundur er færður til bókar, að þjóðvegurinn í Lóni sé lokaður og þjóðvegurinn í Berufirði sé ekki fær nema fjórhjóladrifsbílum, hefði Axarvegur haft vetrarþjónutu væri staðan mun betri.

Vegurinn um Berufjörð lokaðist í gær (02.06.2025) í um það bil 9 klst en á sama tíma hefði ekki tekið nema umþb 2klst að opna Öxi.

Einnig myndi heilsársvegur í þessu ástandi tryggja að flutningar til og frá Djúpavogi væru í lagi, en eins og staðan er í dag sé engin leið að koma vörum til Djúpavogs eða að flytja framleiðslu frá Djúpavogi og er það með öllu óásættanlegt.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?