Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

57. fundur 07. febrúar 2025 kl. 10:00 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Samfélagsverkefni heimastjórna 2025

Málsnúmer 202412125Vakta málsnúmer

Heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fá 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur heimastjórnir til að leita eftir samstarfi við grunnskólanemendur um hugmyndir að verkefnum.
Heimastjórn felur fulltrúa að auglýsa eftir hugmyndum að samfélagsverkefnum.

Samþykkt samhljóða

2.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Umferðaröryggisðáætlun Múlaþings lögð fram til umsagnar.
Heimastjórn þakkar fyrir greinagóða og ítarlega skýrslu um umferðaröryggi í Múlaþingi.

Heimstjórn skorar á UFR að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem merktar eru í fyrsta forgangi í skýrslunni.

Einnig vill heimstjórn bæta við að ekki hafi verið horft nóg til þess með hvaða hætti mætti minka umferð stórra ökutækja um miðbæ Djúpavogs, en á álagstímum fara þar um á annan tug flutningabíla á dag, koma þarf þessari umferð út fyrir íbúðagötur og miðbæ, t.d. með því að nota "bakdyr" bæjarins og beina umferð flutningabíla um Víkurland. Þetta ætti að vera í forgangi 1

Til að bæta aðstöðu fyrir gangandi vegfarendur og skólabörn, þyrfti að koma göngustígur frá Búlandi að Bjargstúni á bakvið Vogaland 2 (Hafið Bistro) í stað þess að beina allri umferð gangandi í gegnum illa merkta gönguleið um bílastæði við Vogaland 2. Þetta atriði ætti einnig að vera í forgangi 1

Einnig telur heimastjórn að inni í þessa vinnu vanti áherslur sem lagðar voru í Djúpavogshreppi á sínum tíma, að fjölga göngustígum í og við þéttbýlið á Djúpavogi til að beina gönguumferð af götum bæjarinns. Besta leiðin til að minnka umferð gangandi á götum er að bjóða upp á áhugaverða göngustíga sem víðast.

Þessu til viðbótar vantar inn í áherslur skýrslunar athugasemdir um ástand gangstétta í þéttbýlinu, en þær eru margar illa farnar og mjög mjóar, sem veldur því að á sumrin þegar fjöldi ferðamanna er hvað mestur, flæðir mikill fjöldi gesta af gangstéttum og inn á götur bæjarins.

Skoða þarf og yfir fara betur þær hraðatakmarkandi aðgerðir sem eru innanbæjar svo sem staðsetningu og gerð hraðahindrana t.d. í Hammersminni við afleggjara að leikskóla, fleiri hraðahindranir á Búlandi t.d. við Steina. Einnig þarf að skoða staðsetningar og fjölda gangbrauta.

Utan þéttbýlis er ætti Axarvegur að vera í forgangi 1, enda sýnir tölfræðin að sá vegur er einn sá varasamasti á landinu sem og mikilvæg leið fyrir íbúa Djúpavogs til og frá byggðarlaginu. Bara tvisvar það sem af er þessu ári hefur það sýnt sig að hafa þann veg hefði rofið einangrun staðarins þegar veður hafa valdið því að byggðarlagið er ótengt við önnur um vegi á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

3.Djúpavogsflugvöllur

Málsnúmer 202410056Vakta málsnúmer

Málefni Djúpavogsflugvallar og aðgengi að sandfjöru austan hans rædd.
Hugrún Hjálmarsdóttir situr fundin undir þessum lið.

Farið yfir hvaða möguleikar séu til að tryggja aðgengi íbúa og gesta að fjörunni við Langhólma.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

4.Fiskeldissjóður, umsóknir 2025

Málsnúmer 202411206Vakta málsnúmer

Farið yfir forgangsröðun verkefna.
Heimastjórn álítur að sækja eigi um í eftirtalin verkefni í Fiskeldissjóð á árinu 2025

1. Leikskóli viðbygging.
2. Endurbætur á Íþróttamiðstöð í samráði við forstöðumann.
3. Uppbygging hafnarmannvirkja vegna umfangs fiskeldis, viðlegukantur.
4. Öryggi gangandi vegfarenda, gangstéttar og göngustígar.
5. Nýbygging þjónustumiðstöðvar.

Heimastjórn telur mikilvægt að vinna við umsóknir í Fiskeldissjóð fari fram samhliða vinnu við fjárhagsáætlun í framtíðinni, til að tryggja að mótframlag sé til staðar í verkefnin, sé það nauðsynlegt.

Samþykkt samhljóða.

5.Samgöngur og innviðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202501217Vakta málsnúmer

Fyrir liggja áherslupunktar varðandi samgöngumál og innviðauppbyggingu í Múlaþingi sem lagðir voru fram á fundi sveitarstjóra, forseta sveitarstjórnar og formanni byggðaráðs á fundi með innviðaráðherra 22. janúar 2025.
Heimastjórn leggur höfuðáherslu á að Axarvegur verði byggður upp sem heilsársvegur til að tryggja greiðar samgöngur milli Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs allt árið um kring sem og stytta akstursleiðir á milli Austurlands og höfuðborgarsvæðisins (stytting um 70 km.).

Mikilvægt er að framkvæmdir hefjist strax á þessu ári og að verkefninu verði áfangaskipt þannig að hægt verði að ljúka því á þremur árum.

Þjónustustig vegna vetrarþjónustu verði fært af þjónustuflokki 4 á þjónustuflokk 2 nú þegar og þar með verði greiðari samgöngur á milli byggðakjarna innan sveitarfélagsins tryggðar auk aðgengis að heilbrigðisþjónustu, brunavörnum og flugsamgöngum.

Heimastjórn bendir á að frá áramótum hafa komið upp 2 tilvik þar sem heilsársvegur og alvöru vetrarþjónusta hefðu tryggt samgöngur til og frá Djúpavogi á meðan allar aðrar leiðir hafi verið lokaðar t.d. vegna snjóflóðahættu á Fagradal.

Jafnframt vill heimastjórn benda á að núna þegar þessi fundur er færður til bókar, að þjóðvegurinn í Lóni sé lokaður og þjóðvegurinn í Berufirði sé ekki fær nema fjórhjóladrifsbílum, hefði Axarvegur haft vetrarþjónutu væri staðan mun betri.

Vegurinn um Berufjörð lokaðist í gær (02.06.2025) í um það bil 9 klst en á sama tíma hefði ekki tekið nema umþb 2klst að opna Öxi.

Einnig myndi heilsársvegur í þessu ástandi tryggja að flutningar til og frá Djúpavogi væru í lagi, en eins og staðan er í dag sé engin leið að koma vörum til Djúpavogs eða að flytja framleiðslu frá Djúpavogi og er það með öllu óásættanlegt.

Samþykkt samhljóða.

6.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um hámarkshraða í 4 þéttbýliskjörnum í Múlaþingi ásamt tillögum að breytingum á honum.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20.1.2025 var bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn frá heimastjórnum sveitarfélagsins um fyrirliggjandi tillögur og felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að bera þær undir Vegagerðina.
Heimastjórn líst vel á tillögur um hraða innanbæjar á Djúpavogi, um 40km hraða á stofngötum og 30 á íbúðagötum, en leggur til að Markaland, Bakki og Mörk verði einnig með 30 í hámarki. Einnig þarf að skoða hraðatakmarkandi aðgerðir á Búlandi ásamt því að setja hraða við Grunnskólann niður í 20.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

7.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025

Málsnúmer 202501193Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar úthlutun Matvælaráðaneytis á byggðarkvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025

8.Umsókn um stöðuleyfi, Bakki 2, 766 Djúpivogur

Málsnúmer 202501204Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsókn frá Adventura ehf. um stöðuleyfi fyrir matarvagn á planinu við Bakka 2.
Fyrir fundinum lá umsókn frá Adventura ehf. um stöðuleyfi fyrir matarvagn á planinu við Bakka 2 til umsagnar heimastjórnar.

Heimastjórnin á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við að Adventura ehf. verði veitt stöðuleyfi fyrir matarvagn á planinu við Bakka 2.

Samþykkt samhljóða.

9.Reglur um matar- og söluvagna í Múlaþingi

Málsnúmer 202501241Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um matar- og söluvagna í Múlaþingi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að reglum til umsagna hjá heimastjórnum.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framkomnar reglur um matar- og söluvagna í Múlaþingi. Mikilvægt sé þó að skipulag taki á fjölda matar- og söluvagna í þéttbýlinu.

Samþykkt samhljóða.

10.Málefni Ríkarðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Ríkarðshús frá 19.12.2023 lögð fram til kynningar.

11.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fundagerð frá opnum fundi samráðshóps um málefni Cittaslow frá 29.01.25 lögð fram til kynningar.
Heimastjórn tekur undir það sjónarmið að hafa "Cittaslow gleraugun" uppi við mat á málefnum tengdum Djúpavogi og hvetur stjórnsýsluna í Múlaþingi að gera það einnig.

Samþykkt samhljóða.

12.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Farið yfir vetrarþjónustu á Axarvegi.
Heimastjórn ítrekar fyrri bókanir um bætta vetrarþjónustu á Öxi og fer fram á við hlutaðeigandi aðila að farið verði í það nú þegar að opna.
Heimastjórn beinir því til sveitastjórnar að beita sér fyrir því að vegurinn fái vetrarþjónustu þegar snjólétt er.
Óvenjulítill snjór er á svæðinu og því ekkert því til fyrirstöðu að opna veginn.

Samþykkt samhljóða.

13.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Vatnsveita: Illa hefur gengið að koma nýjum borholum í fulla vinnslu, villur í rennslismælingum úr Búlandsá og í notkun í byggðarlaginu voru m.a. orsökin fyrir því. Búið er að setja niður eina öflugri dælu og til stendur að uppfæra dælubúnaðinn allan til að hann anni notkun. Á laugardainn var kom upp vandræði vegna gruggs í veitukerfinu vegna alsahláku. Brugðist var við með því að hækka geislun á vatninu til að minnka líkur á gerlamengun í vatninu og reyna að keyra meira frá borholum og minnka notkun úr Búlandsdal.

Langabúð: Breytingar innanhús til að bæta starfsmannaaðstöðu og vinnuaðstöðu vegna veitingasölu eru langt komnar.

Hitaveita: Boranir eru hafnar á nýjum holum til að reyna að staðsetja heita vatnið betur. Ekki ljóst á þessum tíma hvenær niðurstöður gætu legið fyrir.

Gamla kirkjan: Vinna við að einangra og ganga frá húsinu að innan er komin vel á veg, Hollvinasamtök gömlu kirkjunar hafa leitt þá vinnu í samstarfi við sveitarfélagið.

Samgöngumál: Allir vegir til og frá Djúpavogi voru ýmist lokaðir eða ófærir í gær (06.02.25) og enn er ekki orðið fært milla Hafnar og Djúpavogs og einungis fært fjórhjóladrifsbílum milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Ljóst er að það mun taka einhvern tíma að laga þjóðveg 1 þannig að hann verði fær öllum bílum.

Lítil snjór er á Axarvegi og því hefði verið fljótlegra (2-3 klst) að opna hann frekar en að bíða í 9 klst eftir viðgerð í Berufirði.

14.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Djúpavogs verður haldin fimmtudaginn 6. mars kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 16:00 föstudaginn 28. febrúar á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?