Fara í efni

Leikskólinn Bjarkatún, viðbygging

Málsnúmer 202502050

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 147. fundur - 07.04.2025

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja gögn varðandi viðbyggingu við leikskólann Bjarkartún á Djúpavogi, meðal annars drög að samningi við ARKÍS arkitekta ehf. um hönnun byggingarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar hjá fjölskylduráði og heimastjórn Djúpavogs.
Málið verður tekið fyrir að nýju þegar umsagnir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

Heimastjórn Djúpavogs - 59. fundur - 10.04.2025

Lagt fram til kynningar frumhönnun og verkáætlun 1. áfanga við leiskskólann Bjarkatún.

Fjölskylduráð Múlaþings - 130. fundur - 22.04.2025

Lagt fram til kynningar frumhönnun og verkáætlun 1. áfanga við leikskólann Bjarkatún.
Undir þessum lið mætti Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmdamála. Hann kynnti frumhönnun og verkáætlun við leikskólann Bjarktún.

Fjölskylduráð tekur vel í þær hugmyndir sem kynntar voru á fundinum og hugnast betur tillaga B að öðrum áfanga. Ráðið hvetur til áframhaldandi vinnu við frumhönnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Gestir

  • Rúnar Matthíasson - mæting: 12:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 148. fundur - 28.04.2025

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Málið er tekið fyrir að nýju nú þegar það hefur verið lagt fram til kynningar hjá fjölskylduráði og heimastjórn Djúpavogs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við ARKÍS um hönnun viðbyggingarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 156. fundur - 07.07.2025

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið og fer yfir stöðu verkefnisins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra framkvæmdamála að bjóða út verkhönnun í lokuðu útboði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 167. fundur - 17.11.2025

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?