Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

156. fundur 07. júlí 2025 kl. 08:30 - 10:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Leikskólinn Bjarkatún, viðbygging

Málsnúmer 202502050Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið og fer yfir stöðu verkefnisins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra framkvæmdamála að bjóða út verkhönnun í lokuðu útboði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson - mæting: 08:30

2.Byggingarnefnd menningarhúss, Safnahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202211078Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja fundargerðir frá fundum bygginganefndar dags. 27. júní og 2. júlí sl. auk verklýsingar og útboðsgagna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða út verkefnið í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Jafnframt samþykkir ráðið að vísa fyrirliggjandi breytingum á kostnaðaráætlun verkefnisins til endurskoðunar á fjárfestingaráætlun.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

3.Umsókn um byggingarleyfi, Ránargata 11, 710

Málsnúmer 202504137Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og lögfræðingur sveitarfélagsins sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmaráði liggur fyrir að taka afstöðu til umsagnar skipulagsfulltrúa og ákvörðun um grenndarkynningu vegna fyrirliggjandi umsóknar um uppsetningu vinnubúða við Ránargötu 11 (L155221) á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis - og framkvæmdaráð telur fyrirhuguð áform ekki í samræmi við stefnu Aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 um landnotkun á svæðinu þar sem ekki er gert ráð fyrir nýjum byggingum á svæðinu og vísan til 21. gr. reglugerðar 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Forsendur fyrir grenndarkynningu skv. 44.gr. skipulagslaga eru því ekki til staðar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Aron Thorarensen
  • Jörgen Sveinn Þorvarðarson
  • Sigríður Kristjánsdóttir

4.Aðalskipulagsbreyting, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202308090Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið. Við upphaf máls vöktu Þórhallur Borgarsson og Ásdís Hafrún Benediktsdóttir athygli á vanhæfi sínu og bar formaður upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða. ÞB og ÁHB véku af fundinum undir umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir liggur samantekt og viðbrögð við umsögnum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Gilsárvirkjunar. Jafnframt liggur fyrir uppfærð skipulagstillaga þar sem brugðist hefur verið við ábendingum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við byggðaráð, sem fer með heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

5.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum, vegtenging

Málsnúmer 202412073Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Málið er tekið fyrir að nýju þar sem afstaða Vegagerðarinnar til óska landeiganda um að fá að halda inni ósamþykktri vegtengingu að íbúðarhúsalóðinni Unalækur lóð 4(L208631) liggur fyrir.

Jafnframt liggur fyrir tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem lagt er upp með að málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afstöðu Vegagerðarinnar vísar umhverfis- og framkvæmdaráð til fyrri bókunar um að landeigandi skili inn staðfestingu á því að ósamþykkt vegtenging að Unalæk lóð 4 hafi verið fjarlægð áður en skipulagstillaga verður tekin til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

6.Umsókn um landskipti, Eiðar vegsvæði

Málsnúmer 202507021Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá úr landi Eiðar Lóð 4 (L203192). Ný fasteign fær staðfangið Eiðar vegsvæði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

7.Umsókn um stofnun lóðar Finnsstaðir 5

Málsnúmer 202507017Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá úr landi Finnsstaða 1 (L158082). Ný fasteign fær staðfangið Finnsstaðir 5.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Umsagnarbeiðni, Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040, Mál 876/2025

Málsnúmer 202506288Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni um kynningu vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 þar sem gerðar eru breytingar á reit AT-301 í miðbæ Reyðarfjarðar.
Frestur til athugasemda er til og með 7. ágúst nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 32

Málsnúmer 2506019FVakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 32. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?