Fara í efni

Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og sveitarstjórnar

Málsnúmer 202503269

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 39. fundur - 05.05.2025

Ungmennaráð undirbýr fund með sveitarstjórn sem verður staðfundur þann 11.júní 2025
Ungmennaráð ræddi tillögur sem lagðar verða fyrir á sameiginlegum fundi með sveitarstjórn þann 11.júní 2025

Ungmennaráð Múlaþings - 40. fundur - 11.06.2025

Ungmennaráð kynnti fyrir sveitarstjórn málefni sem snúa að ungmennum innan Múlaþings og óskaði eftir að þeim yrði vísað áfram til viðeigandi aðila. Sveitarstjórn tók málefnin fyrir á fundi og kom erindum í réttan farveg.

Sveitarstjórn Múlaþings - 59. fundur - 11.06.2025

Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstjóra eftir sameiginlegan fund sveitarstjórnar og ungmennaráðs miðvikudaginn 11.06.2025.
Til máls tók: Einar Freyr Guðmundsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa málum frá ungmennaráði til viðeigandi ráða samkvæmt minnisblaði sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 154. fundur - 23.06.2025

Fyrir liggur minnisblað sveitarstjóra eftir sameiginlegan fund sveitarstjórnar og ungmennaráðs miðvikudaginn 11.06.2025. Sveitarstjórn hefur vísað þremur málum til frekari umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði er varða vetrarþjónustu í dreifbýli, lýsingu á göngustígum og hraðaminnkandi aðgerðir við innkomu í þéttbýliskjarna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir með því að mæta á fund ungmennaráðs í haust. Ráðið hvetur ungmennaráð einnig til þess að boða fulltrúa Vegagerðarinnar á sinn fund til þess að ræða þau atriði sem snúa að henni.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 03.07.2025

Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstjóra eftir sameiginlegan fund sveitarstjórnar og ungmennaráðs sem haldinn var 11.06.2025. Á fundi sveitarstjórnar sama dag var tillögu í minnisblaðinu um útitennisborð í Tjarnargarði á Egilsstöðum vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?