Fara í efni

Víknaslóðir, leyfisbeiðni vegna viðbótar við leiðarkerfi

Málsnúmer 202504009

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 59. fundur - 08.05.2025

Fyrir liggur beiðni frá Árna Magnúsi Magnusson og ferðamálahópi Borgarfjarðar, dagsett 2.4.2025, um leyfi til að bæta við göngu- og hjólaleið í leiðarkerfi Víknaslóða.
Heimastjórn lýsir ánægju með að ferðamálahópur Borgarfjarðar haldi áfram að huga að viðhaldi og auki við leiðarkerfi Víknaslóða fyrir göngu- og hjólafólk, enda sé full sátt við alla landeigiendur þar um og gerir ekki athugasemdir við beiðnina. Starfsmanni heimastjórnar falið að koma málinu í farveg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 153. fundur - 20.05.2025

Fyrir liggur beiðni frá Árna Magnúsi Magnusson og Ferðamálahópi Borgarfjarðar, dagsett 02.04.2025, um leyfi til að bæta við göngu- og hjólaleið í leiðarkerfi Víknaslóða. Enginn kostnaður fellur á sveitarfélagið við vinnslu verkefnisins en sveitarfélagið er umráðaaðili landsins sem um ræðir og þarf að veita formlegt leyfi fyrir framkvæmdinni.

Bókun heimastjórnar:
Heimastjórn lýsir ánægju með að ferðamálahópur Borgarfjarðar haldi áfram að huga að viðhaldi og auki við leiðarkerfi Víknaslóða fyrir göngu- og hjólafólk, enda sé full sátt við alla landeigendur þar um og gerir ekki athugasemdir við beiðnina. Starfsmanni heimastjórnar falið að koma málinu í farveg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að veita ferðamálahópi Borgarfjarðar leyfi fyrir sitt leyti til að halda áfram með uppbyggingu á leiðarkerfi Víknaslóða í landi Múlaþings fyrir göngu- og hjólafólk. Leyfi þarf að liggja fyrir frá öllum hlutaðeigandi landeigendum áður en framkvæmdir hefjast.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?