Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

153. fundur 20. maí 2025 kl. 08:30 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir mál er varða fjárhag sveitarfélagsins.

2.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga,fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202505041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf til sveitarstjórnar frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna yfirferðar fjárhagsáætlunar 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi bréfi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlunar 2025 til kynningar í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Gjaldskrá Félagsheimilisins Hjaltalundar

Málsnúmer 202505017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá Félagsheimilisins Hjaltalundar sem samþykkt var á fundi húsráðs Hjaltalundar 9.4.2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá félagsheimilisins Hjaltalundar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Heildarendurskoðun á innanlandsflugi, beiðni um gögn

Málsnúmer 202505146Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að gera heildarendurskoðun á flugi á Íslandi og leitar því Vegagerðin eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu því tengdu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð fagnar þessu verkefni sem Innviðaráðuneytið hefur hleypt af stokkunum og felur sveitarstjóra að taka saman umbeðin gögn fyrir Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fækkun sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 202505101Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bókun sveitarstjórnar dags.14.05.sl. þar sem erindi Þrastar Jónsonar var vísað til efnislegrar meðferðar hjá byggðaráði.
Málið áfram í vinnslu.

6.Víknaslóðir, leyfisbeiðni vegna viðbótar við leiðarkerfi

Málsnúmer 202504009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Árna Magnúsi Magnusson og Ferðamálahópi Borgarfjarðar, dagsett 02.04.2025, um leyfi til að bæta við göngu- og hjólaleið í leiðarkerfi Víknaslóða. Enginn kostnaður fellur á sveitarfélagið við vinnslu verkefnisins en sveitarfélagið er umráðaaðili landsins sem um ræðir og þarf að veita formlegt leyfi fyrir framkvæmdinni.

Bókun heimastjórnar:
Heimastjórn lýsir ánægju með að ferðamálahópur Borgarfjarðar haldi áfram að huga að viðhaldi og auki við leiðarkerfi Víknaslóða fyrir göngu- og hjólafólk, enda sé full sátt við alla landeigendur þar um og gerir ekki athugasemdir við beiðnina. Starfsmanni heimastjórnar falið að koma málinu í farveg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að veita ferðamálahópi Borgarfjarðar leyfi fyrir sitt leyti til að halda áfram með uppbyggingu á leiðarkerfi Víknaslóða í landi Múlaþings fyrir göngu- og hjólafólk. Leyfi þarf að liggja fyrir frá öllum hlutaðeigandi landeigendum áður en framkvæmdir hefjast.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fagráð Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 202504061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun stjórnar Minjasafns Austurlands dags. 28.03.2025 þar sem fráfarandi stjórn beinir því til byggaðráðs að skipa fulltrúa í fagráð Minjasafns Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að skipa Rannveigu Þórhallsdóttur fornleifafræðing og Áskel Heiðar Ásgeirsson ferðamálafræðing og sérfræðing í viðburðarstjórnun sem aðalmenn í fagráð Minjasafnsins. Rannveig verður einnig formaður ráðsins. Til vara eru skipuð þau Elsa Guðný Björgvinsdóttir menningarfulltrúi Múlaþings og Ingvi Örn Þorsteinsson hönnuður.

Samykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að uppfærðum húsaleigusamningi vegna Faktorshússins á Djúpavogi. Rúnar Matthíasson verkefnastjóri framkvæmda hjá Múlaþingi kom inn á fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að húsaleigusamningi vegna Faktorshússins á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

9.Aðalfundur Vísindagarðsins 2025

Málsnúmer 202504156Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundagerð Vísindagarðsins dags.12.05.2025.
Lagt fram til kynningar

10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar fundagerðir Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 11. og 30. apríl 2025.
Lagt fram til kynningar

11.Fundagerðir Austurbrúar 2025

Málsnúmer 202502070Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar fundargerðir Austurbrúar dags. 25.04.2025 og 02.05.2025.
Lagt fram til kynningar

12.Fundagerðir SSA 2025

Málsnúmer 202502071Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundagerðir stjórnar SSA, dags. 25.04.2025 og 02.05.2025.
Lagt fram til kynningar

13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veiðigjald (aflaverðmæti í reiknistofni), 351. mál

Málsnúmer 202505149Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til umsagnar 351. mál, breytingar á lögum um veiðigjald nr. 145/2018 (aflaverðmæti í reiknistofni).
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir ábendingar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga varðandi vanmat á hækkun veiðigjalda og hve víðtæk áhrifin af breytingunni geta orðið á einstök sveitarfélög. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru með heimilisfesti í einu sveitarfélagi en mikla starfsemi í öðrum sveitarfélögum. Þá er einnig ljóst að afleidd áhrif gætu orðið mikil á sveitarfélög ef sjávarútvegsfyrirtækin draga úr stuðningi við nærsamfélög sín vegna breytinganna. Ef til frekari samþjöppunar kemur í greininni vegna frumvarpsins geta sveitarfélög orðið af útsvarstekjum og fasteignagjöldum. Mikilvægt er að meta til fulls áhrif á lítil samfélög á landsbyggðinni og innleiða breytingarnar í skrefum. Þá hefur skort á samráð við sveitarfélög í þessu ferli og greiningarvinnu af hendi ríkisins á áhrifum á einstök sveitarfélög.
Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu er fullyrt að breytingarnar sem eru lagðar til muni ekki hafa verulega neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja sem greiða veiðigjöld og þar af leiðandi muni frumvarpið ekki hafa neikvæð áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Það er þvert á það sem segir í greiningu sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga fékk KPMG til að gera um möguleg áhrif frumvarpsins á einstök sveitarfélög en af henni má vera ljóst að áhrifin geta orðið veruleg ef samþjöppun verður í greininni vegna veiðigjaldahækkana.
Við teljum þessa tillögu bera vott um skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegs fyrir byggðafestu og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Hækkun veiðigjalda að þessu marki gæti ekki aðeins haft áhrif á rekstrarforsendur fyrirtækja og samspil veiða og vinnslu, heldur einnig á fjölda samfélaga vítt og breitt um landið.

Samþykkt með þremur atkvæðum, tveir á móti (ES,HHÁ)

Fulltrúar V lista (HHÁ) og L lista (ES) lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar V og L lista fagna leiðréttingu veiðigjalda enda eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgengi sitt að fiskistofnum þjóðarinnar. Við beinum því jafnframt til ríkisstjórnarinnar að fjármagnið sem með þessu fæst verði sett í innviðauppbyggingu á landsbyggðinni enda koma gjöldin að mestu leyti frá fyrirtækjum á landsbyggðinni. Arðgreiðslur fyrirtækja hafa almennt ekki áhrif á frárhag sveitafélaga.

Fulltrúi M lista (ÞJ) lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég sem áheyrnarfulltrúi án atkvæðisréttar styð bókun meirihlutans.

14.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðihelgi Íslands og stjórn fiskveiða

Málsnúmer 202505169Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til umsagnar 298. mál um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?