Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi, Ránargata 11, 710

Málsnúmer 202504137

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 150. fundur - 19.05.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi/heimild fyrir uppsetningu vinnubúða á lóðinni Ránargata 11 (L155221) á Seyðisfirði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar.
Jafnframt liggja fyrir umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlands og Veðurstofu Íslands en fyrirhuguð staðsetning vinnubúða fellur innan hættusvæðis C í hættumati fyrir Seyðisfjörð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við byggingarfulltrúa að hafna umsókn um byggingarleyfi, á Ránargötu 11, með vísan til 21. gr. reglugerðar 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Ráðið felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að funda með málsaðila um möguleika á öðrum staðsetningum undir vinnubúðirnar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 151. fundur - 26.05.2025

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi sitja fundinn undir þessum lið.
Málið er tekið fyrir að nýju en fyrir liggja uppfærðir uppdrættir þar sem staðsetningu vinnubúðanna hefur verið hliðrað til innan lóðamarka. Fyrirhugað er að búðirnar eigi að standa til vors 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð stendur við fyrri bókun málsins og leggur til við byggingarfulltrúa að hafna umsókn um byggingarleyfi, á Ránargötu 11, með vísan til 21. gr. reglugerðar 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 156. fundur - 07.07.2025

Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og lögfræðingur sveitarfélagsins sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmaráði liggur fyrir að taka afstöðu til umsagnar skipulagsfulltrúa og ákvörðun um grenndarkynningu vegna fyrirliggjandi umsóknar um uppsetningu vinnubúða við Ránargötu 11 (L155221) á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis - og framkvæmdaráð telur fyrirhuguð áform ekki í samræmi við stefnu Aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 um landnotkun á svæðinu þar sem ekki er gert ráð fyrir nýjum byggingum á svæðinu og vísan til 21. gr. reglugerðar 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Forsendur fyrir grenndarkynningu skv. 44.gr. skipulagslaga eru því ekki til staðar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Aron Thorarensen
  • Jörgen Sveinn Þorvarðarson
  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?