Fara í efni

Innsent erindi, Bætt veðurgjöf við Egilsstaðaflugvöll

Málsnúmer 202504209

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 148. fundur - 28.04.2025

Fyrir liggur erindi frá áheyrnarfulltrúa M-listans (BVW).

(BW) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fundur í umhverfis- og framkvæmdaráði 28.4.2025 samþykkir að skora á Innviðaráðherra Íslands að bæta veðurgjöf við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum.
Markmiðum verkefnisins verði náð með því:
1. ..að koma á verkefni Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og ISAVIA um að gera ítarlegt ókyrrðarkort umhverfis Egilsstaðaflugvöll.
2. ..að ráða veðurfræðing með staðsetningu á Egilsstöðum.
3. ..að veðurbelgir verða sendir upp a.m.k. tvisvar á sólahring frá starfsstöð Veðurstofu Íslands á Egilsstöðum.
4. ..að bæta við tækjabúnað umhverfis Egilsstaðaflugvöll til að auka gæði veðurupplýsinga.

Tillagan er felld með 4 atkvæðum og 3 sitja hjá (ÞÓ, PH og AÁ).

(BW) leggur fram tillögu að málinu sé vísað til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 152. fundur - 06.05.2025

Fyrir liggur bókun umhverfis-og framkvæmdaráðs dagsett 28. apríl 2025 þar sem erindi frá áheyrnafulltrúa M-listans Benedikt V. Waren, m.a. um bættar veðurupplýsingar við Egilsstaðaflugvöll, er vísað til byggðaráðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma ábendingum varðandi bættar veðurupplýsingar við Egilsstaðaflugvöll til Veðurstofu Íslands þar sem eðlilegast er að fá sérfræðinga þar til að meta þörfina á aukinni veðurgjöf við Egilsstaðaflugvöll.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Hannes Karl Hilmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður lítur það alvarlegum augum, að hætt hafi verið við að sleppa veðurbelgjum vegna fjárskorts og það eitt hlýtur að koma niður á gæðum úrvinnslu veðurspáa. Þessu verður að koma í fyrra horf og frekari framþróun í málaflokknum þolir enga bið.
Egilsstaðaflugvöllur er mikilvægur hlekkur í flugöryggiskeðju Íslands og vandaðar flugveðurspár eru þar lykilatriði.
Getum við bætt efni þessarar síðu?