Fara í efni

Ástand malarvega á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202507008

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 62. fundur - 04.09.2025

Á fundinn undir þessum lið mætir Stefanía Malen Stefánsdóttir, grunnskólafulltrúi.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Á Fljótsdalshéraði eru um 100 kílómetrar af malarvegum sem ekið eru með börn í og úr skóla daglega. Ástand þessara vega er óviðunandi vegna ófullnægjandi viðhalds til langs tíma og óboðlegt að bjóða börnum og öðrum íbúum upp á þessar aðstæður. Heimastjórn felur starfsmanni að bjóða umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi á næsta fund heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 09.10.2025

Á fundinn undir þessum lið mætir Loftur Jónsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austursvæði og Ársæll Heiðberg yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Fellabæ. Málið var síðast á dagskrá heimastjórnar 4.9.2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til sveitarstjórnar að teknar verði upp viðræður við ríkisvaldið um uppbyggingu og viðhald malarvega, tengivega og heimreiða þannig að þeim verði komið í viðunandi horf. Sérstaklega verði horft til fjölfarinna leiða.
Lofti og Ársæli þökkuð koman á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 61. fundur - 15.10.2025

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá fundi hennar 9. október 2025 þar sem fulltrúar Vegagerðarinnar mættu. Á fundinum var því beint til sveitarstjórnar að teknar verði upp viðræður við ríkisvaldið um uppbyggingu og viðhald malarvega, tengivega og heimreiða þannig að þeim verði komið í viðunandi horf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs að ástand malarvega er víða óboðlegt í sveitarfélaginu og slæmt að verið sé að aka börnum til og frá skóla á slæmum vegum. Samtals eru malarvegir sem skólabílar keyra á í sveitarfélaginu um 100 kílómetrar og ástand þeirra víða ófullnægjandi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma ábendingunni á framfæri við Vegagerðina og til innviðaráðuneytis svo hægt sé að taka tillit til hennar við gerð nýrrar samgönguáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?