Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

62. fundur 04. september 2025 kl. 13:00 - 17:10 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Guðný Drífa Snæland varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri

1.Heimsókn í Safnahúsið á Egilsstöðum

Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer

Fulltrúar heimastjórnar fóru í heimsókn í Safnahúsið á Egilsstöðum hvar eru til húsa Bókasafn Héraðsbúa, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar starfsfólki safnanna í Safnahúsinu fyrir góðar móttökur og kynningu á starfsemi safnanna. Heimastjórn fagnar því að nú hyllir undir að byggt verði við Safnahúsið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ástand malarvega á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202507008Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætir Stefanía Malen Stefánsdóttir, grunnskólafulltrúi.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Á Fljótsdalshéraði eru um 100 kílómetrar af malarvegum sem ekið eru með börn í og úr skóla daglega. Ástand þessara vega er óviðunandi vegna ófullnægjandi viðhalds til langs tíma og óboðlegt að bjóða börnum og öðrum íbúum upp á þessar aðstæður. Heimastjórn felur starfsmanni að bjóða umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi á næsta fund heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur stefna Múlaþings fyrir árið 2025 um þjónustustig í byggðum Múlaþings. Einnig liggur bókun byggðaráðs frá 12.8.2025, þar sem skrifstofustjóra er falið að hefja árlega vinnu við uppfærslu stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings í samvinnu við heimastjórnir og fagráð Múlaþings.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir þar sem stefnan fjallar um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tilnefningar frá almenningi vegna umhverfisviðurkenninga. Inn á fundinn undir þessum lið mætir Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar fyrir innsendar tilnefningar. Heimastjórn hefur valið úr og tilnefnt í þá þrjá flokka sem hljóta viðurkenningar og felur starfsmanni að koma þeim á framfæri við verkefnastjóra umhverfismála Múlaþings. Umhverfis-og framkvæmdaráð mun svo velja úr tilnefningum heimastjórna í flokkunum: íbúðalóð, fyrirtækjalóð og lögbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfisþing 2025

Málsnúmer 202508087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.8.2025 þar sem lagt er til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn heimastjórnarfulltrúa hver til að sitja Umhverfisþing, hvort heldur í fjar- eða staðfundi, sem haldið verður 15. og 16. september.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn stefnir á að fylgjast með umhverfisþinginu í gegnum fjarfundabúnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og Stórurð

Málsnúmer 202508148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar stjórnunar- og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð, sem undirrituð var af ráðherra 19.8.2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Ályktanir aðalfundar NAUST 23.ágúst 2025

Málsnúmer 202509002Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem haldinn var 23. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Fjárfestingaráætlun 2026

Málsnúmer 202508196Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárfestingaráætlun Múlaþings fyrir árið 2026.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.9.2025 var gerð eftirfarandi bókun:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, samráðshópi um málefni fatlaðs fólks, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir því að inn á næsta fund heimastjórnar mæti framkvæmda- og umhverfismálastjóri og fræðslustjóri til að fjalla um forgangsröðun verkefna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?