Málsnúmer 202108124Vakta málsnúmer
Fyrir liggur að taka ákvörðun um hvaða fyrirkomulag skuli við hafa við rekstur tjaldsvæðanna í Múlaþingi. Í Múlaþingi eru þrjú tjaldsvæði í eigu sveitarfélagsins: Á Borgarfirði, Seyðisfirði og Egilsstöðum.
Á fundi byggðaráðs 7.10.2025 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð óskar eftir umsögnum á heimastjórnum frá Borgarfirði, Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði varðandi fyrirliggjandi tillögur um fyrirkomulag rekstrar tjaldsvæðanna. Byggðaráð mun að því loknu taka málið fyrir aftur.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til sveitarstjórnar að teknar verði upp viðræður við ríkisvaldið um uppbyggingu og viðhald malarvega, tengivega og heimreiða þannig að þeim verði komið í viðunandi horf. Sérstaklega verði horft til fjölfarinna leiða.
Lofti og Ársæli þökkuð koman á fundinn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.